Lífið er yndislegt!

Ég get ekki sagt annað. Ég og Jónas erum búin að vera saman núna í fjóra mánuði. Vinkonur mínar tóku hann fljótt í sátt. Hann er farinn að tala mikið meira við krakkana. Hann er bara að lifna við.
Við Jónas, nokkrar vinkonur mínar og kærastar þeirra hittumst á áramótunum (rúmur mánuður síðan) Við fengum okkur svolítið að drekka, ekkert mikið samt. Ég drakk nokkra Smirlnoff, og Jónas drakk bara einn. Hann er ekkert mikið fyrir að drekka, gerði það bara til að samgleðjast okkur hinum. Þegar klukkan var tólf á miðnætti kysstumst við þessum þvílíka æðislega kossi, og ég fann hvernig hann stífnaði allur. Hann leit í augun á mér, en ég sagði ekki strax. Hann tók alveg undir það. Síðan vorum við bara að djamma alla nóttina.
En núna er 1. febrúar, klukkan er 21:24. Það er fimmtudagur. Ég og Jónas ætlum að hittast heima hjá mér annað kvöld. Pabbi fer á fund í Englandi um helgina. Jónas ætlar að gista hjá mér. Hann hefur gist hjá mér áður, en þá var pabbi heima. Núna getum við vakað eins og við viljum. Pabbi fór að sofa áðan, þarf að vakna snemma í flugið. Ég fer líka að sofa.
Pabbi er farinn, skilur eftir 30 þúsund handa mér á eldhúsborðinu. Ég set 10 í veskið, klæði mig í gallabuxur, aðeins fleginn bol, peysu og fer í úlpu yfir. Rétt næ strætó.
Þegar ég mæti í skólan fer ég að spjalla við bestu vinkonur mínar, og fljólega kemur Jónas og kyssir mig á kinnina og segir hæ. Ég brosi til hans, og segi að hann geti gist hjá mér um helgina. Hann brosir, og segist koma.
Skólinn gengur sinn vana gang, og ég flýti mér heim um leið og hann er búinn. Ég fer að gá hvað er til. Það er til svona steik sem að maður stingur bara í ofninn. Ég hringi í Jónas, og bið hann að koma um sjö leitið. Hann segist ætla að gera það. Úff, hvað ég er spennt. Ég set kerti út um alla íbúð, kveiki á reykelsi, og finn flotta tónlist til að hlusta á. Fæ diska með Barry White lánaða frá pabba. Klukkan er að verða sjö, og steikin er tilbúin. Ég heyri hringt, og ég fer til dyra. Jónas er þarna, og ég segi honum að koma inn. Hann brosir, og spyr hvað ég hafi í matinn. Ég segi að ég hafi eldað lambasteik.
Við borðum steikina, ég er búin að setja kerti á borðið, og kveiki á þeim. Við segjum ekkert. Erum hálf vandræðaleg. Þegar við erum búin með matinn, spyr Jónas hvað við ætlum að gera í kvöld. Ég glotti og segist ætla að taka til. Hann horfir skringilega á mig, en ég segist vera að grínast. Honum léttir greinilega. Þá stend ég upp, geng inn í stofu og hann á eftir mér. Ég kveiki á tónlistinni, og segi honum að dansa við mig. Hann er seinn til, en kemur þó. Við vöngum, og erum svoleiðis í langann tíma.
Ég finn hvernig hann strýkur á mér mjaðmirnar og rassinn. Ég er sjálf farin að káfa á honum, og síðan kyssumst við djúpum og ástríðufullum kossi. Ég segi honum að elta mig, og ég geng inn í herbergið. Ég er búinn að setja full af kertum þar, og kveiki á þeim. Ég segi við Jónas, að ég elski hann. Hann segist elska mig. Ég kyssi hann, og ég fer úr kjólnum. Jónas heldur áfram að kyssa mig, og leysir af mér brjóstahaldarann. Augu hanns lýsa þegar hann sér þau. Við klæðum hvort annað úr, og ég bið hann að fara varlega.
Nokkurri stund síðar er ég æpandi af unaði, og síðan kemur þessi ótrúlega slökunartilfinning. Jónas uppfyllti allar mínar væntingar, og gott betur. Við liggjum þarna hlið við hlið, og sofnum í faðmi hvorts annars. Ég elska þennan dreng meira en nokkuð annað.
Ég vakna um morguninn, og Jónas er þegar vakandi, og horfir á mig. Ég brosi, og segi honum að gærkvöldið hafi verið yndislegt. Jónas kyssir mig, og ég kyssi hann. Það líður nokkuð löng stund áður en við förum úr rúminu. Ég fer fyrst í sturtu, síðan Jónas. Ég tek diskana saman sem að við höfðum borðað á fyrr um kvöldið. Ég heyri eitthvað fyrir aftan mig, og sé Jónas standa þar. Jónas segist ekki vilja fara frá mér, sama hvað sé í boði. Ég fyllist öll af innri yl, og ég kyssi Jónas.
Ég og Jónas vorum sundur og saman fram til tvítugt, þangað til að við giftumst. Jónas fékk vinnu hjá pabba, og varð háttsettur í fyrirtækinu, og eignaðist það að lokum. Ég sjálf fór og lærði við HÍ, og ég eignaðist veitingahús, sem að ég rak. Ég og Jónas lifum vel og lengi, og ég hætti aldrei að elska hann.