Langt í fjarska , þar sem fáir sækja leið sína búa feðgar tveir. Þeir eru ólíkir í alla staði þótt margir telja þá eins. Faðirinn heitir Jóhannes , sonurinn Hannes. Jóhannes var fiðluleikari hann hafði mikinn áhuga á tónlist . Hann lék á fiðlu sína tímunum samann í herbergi sínu við stóra gluggann. Hann hafði góða byrtu og gott útsíni frá honum. Hann sýndi skóg og vatn og stíginn sem lá upp í fjallið. Oft ýmindaði Jóhannes sér að kantar stígsins væru huldnir kertum , að skógurinn væri kertaupplístur og að himininn væri skær og bleikur. Hann lifði svolidð út á fyrir sig inni í þessu herbergi. Tónlistinn magnaði tilfinningar hanns og hafði hjálpað honum mikið í sambandi við andlega líðan gegnum lífið , þess vegna lagði hann mikið á það að kenna Hannesi á fiðlunna. Hann barði hann þegar hann neitaði að spila , svellti hann þegar hann stóð sig ekki . Hann varð að sína syni sínum hersu merkileg þessi ómerkilega fiðla var. Hann barði það inn í hausinn á honum. Þótt Hannes hafi öskrað grátið fundið til innilokunarkenndar og verið svelltur held ég að hann hafi varið glaður fyrir þessar pinntingar , hann skildi þær mikilegvægar. En ekki fyrr hann varð eldri. Jóhannes tók hann oft í göngutúr í skóginn. Hann sagði honum frá hugmyndunum um kertaupplísta skóginum og skærbleika himninumm , ekki vegna þess hann vildi að hann hugsaði hið sama , heldur vegna þess að hann vildi að hann hugsaði . Væri draumkenndur. Það myndi gera hann sköpunarfærari á fiðlunna. Hann sagði honum draumana um konuna sem flaut í trjánum og kallaði á hann .Hún flaug of hratt og var of hátt uppi til þess hann næði henni, hún flaug í gegnum tréinn , upp fjallið , yfir lækinn , hún heyrði ekki orð hanns , hún sagðist vera heyrnalaus og að hún héti Jóhanna. Jóhanna var fyrrum kona Jóhannesar , hún lest úr veikindum. Á tímabili var Jóhannes mjög dapur vegna þess en ég held að fiðlann hafi bjargað honum. Þeir löbbuðu upp á fjallið þar sem Jóhannes datt . En í raun stendur Hannes þar kaldur og einn í leit að hamingju , í leit að mömmu. Með fiðlinu á ökslinni , með hjartað í sandinum. Með hausinn á koddanum.