Hannes vaknaði og seint í skólann því að vekjaraklukkann hans var biluð, aðallega því hann kastaði henni niður á 7 hæð. Hann þurfti alltaf að vita hvort að hlutirnir hans myndu
þola 7 hæða fall, og því átti hann ekki marga hluti. Hann kastaði hinu og þessu fram af svölunum þó að mamma hans hafði stranglega bannað það eftir að hann henti Herkúlesi, nágranna kettinum niður. Það endaði ekki vel. Hann tók með sér epli og þaut út.Hann flýtti sér svo mikið að hann tók ekki eftir strætó sem var næstum því búinn að keyra hann niður. Það væri svalt. Hann hugsaði með sér hvernig dánartilkynning hans yrði þá. Hún yrði sennilega:,, Hannes Hektorson lést í morgun eftir að fullur bílstjóri á hægfara strætó kramdi hann hægt og róega til bana. Móðir hans mun sjá um það pesónulega að rífa tennurnar af bílstjóranum með nagglbít og kyrkja hann svo til bana. " En hann myndi þá sleppa þessu með að deyja og senda bara dánartilkynninguna eins og hann gerði einu sinni með henni Díu gömlu sem var svo gömul og grá að honum fannst það nú bara tíma spurningsmál hvenar hún dæi svo að hann sendi dánartilkynningua fór svo til hennar með þær fréttir að hann var búin að redda öllu og það eina sem hún átti eftir var að hrökkva upp af. Hún var ekki ýkja ánægð og sagðist ekki vera gömul, bara 85 ára! Það er nú samt mikið. Nú jæja, hann mátti ekki verða seinn í skólann svo að hann hljóp hraðar en áður, en hverju svo sem skipti það að verða seinn í 152 skiptið þetta árið. Það var landafræði í fyrsta tíma og hann var á þriðju hæð. Það kom sér vel fyrir hann en ekki strákinn við hliðin á honum því hann henti alltaf dótinu hans niður gluggann. Þau fengu nýja bók og þau áttu að lesa í henni heima svo að kennarinn stakk henni í töskuna hjá honum svo að hún myndi ekki enda úti á götu í einum haug. Hannesi leiddist svo að hann kastaði eplinu sínu út og það lenti í maski á hörðu malbikinu. Hann flýtti sér heim eftir skólann og kastaði stórri glersál í gegnum stofugluggann hjá nágrönnunum á neðri hæðinni, bara svona til þess að athuga viðrbrögðin. Skálin lenti greinilega á einhverju brothættu en honum Hannesi til mikilla vonbrigða voru þau ekki heima. Hann kastaði kaffibrúsa pabba síns niður sem endaði á skottinu hjá Barbie, en það var bleikur flækingshundur sem hann Hannes hafði skírt þessu nafni því hann sprautaði hann bleikann og hann hafði ofsótt hann síðan. Hann sótti síðan landafræði bókina sína og kastaði henni niður af svölunum. Hann brosti þegar hann heyrði hana lenda á hörðu malbikinu. Hann fór svo inn, sótti nokkur glös og dúndraði þeim svo í bókina.