Ég var liggjandi á maganum í moldarflagi sem minnti mig óþirmilega á jarðarför föður míns tveimur árum áður.
Átti þetta eftir að verða mín eigin gröf! Öskur í fjarska minnti mig á að ég var ekki einn í þessu helvíti.
Snjórinn lagðist á jörðina eins og hvítt lak og endurspeglaði birtuna frá blisunum sem einhver hafði skotið upp.
Ég leit upp yfir brúnina á skotgröfinni og sá fjölda bandarískra hermanna hlaupandi í áttina til mín í sirka tvöhundruð metra fjarlægð.
Ég byrjaði að fikra mig eftir skotgröfinni í átt að skotgrafarskýlinu í þeirri veiku von um að þar væri minni líkur á að finnast.
Hvern fjandan ertu að gera, var skyndilega sagt við mig. Ég leit til baka og sá standandi fyrir aftan mig liðsforingja.Hann var allur blóðugur í framan og með stóran skurð á enninu.
Þú átt að sækja fram ekki að liggja hérna og láta þá ná fram! Berlin mun aldrei falla.
Ég rauk upp og fálmaði eftir rifflinum sem lá ennþá á jörðinni. Þegar ég ætlaði að standa aftur upp þá fann ég stingandi sársauka í öxlinni. Mér var litið á liðsforíngjann, hann bara stóð þarna og starði á mig, ég sá að blóð lak úr munninum á honum svo hrundi hann niður.
Ég leit á höndina á mér enn hún var ekki þarna. Mér sortnaði fyrir augunum og lagðist á bakið, allt varð svart. Ekki ég, ekki ég, var það eina sem ég gat sagt.