Ég hef ekkert að gera í skólanum svo ég hef ákveðið að gera tilraun til að
skrifa smásögu fyrir ykkur.

“Þið þekkjið öll söguna af Jóni?” spurði Þorri þríburanna. Þríburanir
svöruðu því neitandi og gáfu alveg vil til kynna að áhugi væri fyrir hendi að
heyra meira um Jón. Þorri setti sig í stellingar til að segja þríburunum ungu
þessa stór merkilegu sögu.
“Það var nú þannig…” Svona byrjar hann alltaf þegar hann ætlar að segja
sögur. Þríburanir vissu hvað aumingja strákurinn var lengi að koma sér að
því að byrja sögunar sínar. Fyrst þurfti hann að reyna að útskýra allt um
Jón sem var algjörlega tilgangslaust að útkýra fyrir þríburunum því þeir
þekktu Jón. Jón er litli bróðir mömmu þeirra svo þau vita hver hann er en
Þorri gerir sér ekki grein fyrir því alveg strax því hann hefur innbyrgt
ofmikið magn eiturlyfja seinasta áratug. Þrátt fyrir ýmsar mállengingar þá
er hann einn besti sögumaður sem þríburanir hafa kynnst þegar hann
loksins byrjar að segja söguna.
Þess vegna bíða þau alveg róleg eftir að hann sé búinn að koma þessu frá
sér. Þau liggja hver ofan á öðrum í sófanum. Atli ofan á Örnu, Arna ofan á
Ásmundi og Ásmundur á einhvern óskiljanleganhátt ofan á Atla. Þetta er
virðist alls ekki vera notarlegt en þeim virðist koma vel saman. Þau bíða
full eftirvæntingar eftir sögunni þegar þau hafa komið sér almennilega fyrir.
Nú þegar þau geta alls ekki haft það betur þá finnst þeim eitthvað vanta.
En hvað? Þau eru hætt að heyra í Þorra tala. Liggja djúpt ofan í sófanum
og sjá ekki Þorra. Hann situr ekki þar sem hann sat rétt áðan. Þríburanir
eru búnnir að koma sér of vel fyrir til að nenna að færa sig eitthvað. Svo að
þau sperra upp eyrun til að gá hvort þau heyri í honum. Aldrei að vita
nema…. “ahhhh”, Atli öskrar yfir sig. Þorri er búinn að fá bók í hausinn og
liggur dáinn á gólfinu.