Vekjara klukkan hringir, ég vakna og reyni að standa upp.
- ,,djöfulsins drasl” segji ég við, og um sjálfan mig.
Ég ríf áfram andlega þreytta vöðvana og óska aðeins eftir einu á þessu augnabliki, svefni. Rölti rólega upp hringstigann heima, sem minnir mig einmitt á mitt eigið líf, fer hring eftir hring en enda alltaf á sama stað, nema nær og nær endinum. Ég teygi mig í morgunkornið og hlusta á þögnina sem er brotin með hverri tuggu…
Konan mín labbar fýld inn í eldhúsið og ég finn fyrir ekki fyrir neinu nema fyrirlitningu og ógeði.
- ,,Svo þú hefur loks drullað þér á lappir auminginn þinn, eins gott að þú mætir ekki of seint, því hvernig eigum við þá að éta? Ekki koma peningarnir af sjálfum sér, það er sko bókað mál. Ég vinn hér baki brotnu allan daginn við að þóknast þér, en þú getur ekki einusinni þvegið upp!” segir konan mín þreytt og pirruð.
Ég svara með orðum sem eru lítið fallegri en voru töluð til mín og hlusta síðan með ánægð á pirringin sem ég heyri á móti. Á þessum tímapunkti er lífið yndislegt, að gera einhvað sem kemur út eins og áætlað er, að gera tilganginn að útkomu.
Ég reif upp töskuna og rauk út í lífið, með hárið út í allar áttir, bölvandi öllum á heimili mínu. Afhverju varð ég svona óheppinn með fjölskyldu? Með líf?
Ég hlýt að eiga betra skilið, er það ekki ?
Sný lyklunum, bíllinn fer í gang og ég rýk út úr heimreiðinni, önugri en sennilega nokkur maður í reykjavík.
Frá þessum tímapunkti á deginum er líf mitt ekki í minum höndum, aðrir ráða yfir mér og ég er bara tvær af mörgum auka höndum yfirmanna minna. Vinna frá 08:00 til 22:00, drífa mig svo heim og sofa, svona er þetta dag frá degi alla daga. Á leiðinni heim er ég þreyttur, svo þreyttur að augnalokin eru eins og járn sem líkaminn reynir að lóða saman, og ég ræð ekkert við það.
- ,,loka þeim í smá stund, bara smá stund” segji ég við sjálfan mig.
Síðan hálfur hvellur og svo allt svart. Ég sé ekki neitt.
Ég bý í hjörtum þeirra sem elskuðu mig, hvergi. Ég fer smám saman að þrá lífið sem ég hataði svo mjög, fer að dýrka konuna mína og grátbið um að fá að þvo upp, til að gleðja hana. Ég skil það nuna að það var ekki útkoman sem var ætíð vitlaus hjá mér, heldur var það tilgangurinn. Ég hefði alltaf fengið réttláta útkomu, ef tilgangurinn hefði aðeins verið réttlátur.
Og munið þetta, svo þið verðið ekki ein með þögninni og tóminu þegar annað líf tekur við.
Undirskrift sem þú vilt hafa í lok hvers pósts á korkunum. Aðeins 1024 stafir leyfðir, allt framyfir þeirri takmörkun verður klippt af.