(Höfundur óþekktur, Steingrímur Arason íslenskaði, nýr endir eftir Apocalisp).

Litla, gula hænan fann fræ.
Það var hveitifræ.
Litla, gula hænan fann fræ.
Það var lítið fræ.
Litla, gula hænan fann fræ.
Það var hveitifræ.

Litla, gula hænan sagði:
„Hver vill sá fræinu?“
Svínið sagði „Ekki ég.“
Kötturinn sagði „Ekki ég.“
Hundurinn sagði „Ekki ég.“
Litla, gula hænan sagði:
„Ég vil sá fræinu.“

Litla, gula hænan sagði:
„Hver vill slá hveitið?“
Svínið sagði „Ekki ég.“
Kötturinn sagði „Ekki ég.“
Hundurinn sagði „Ekki ég.“
Litla, gula hænan sagði:
„Ég vil slá hveitið,“ og það gerði hún.

Litla, gula hænan sagði:
„Hver vill þreskja hveitið?“
Svínið sagði „Ekki ég.“
Kötturinn sagði „Ekki ég.“
Hundurinn sagði „Ekki ég.“
Litla, gula hænan sagði:
„Ég vil þreskja hveitið,“ og það gerði hún.

Litla, gula hænan sagði:
„Hver vill mala hveitið?“
Svínið sagði „Ekki ég.“
Kötturinn sagði „Ekki ég.“
Hundurinn sagði „Ekki ég.“
Litla, gula hænan sagði:
„Ég vil mala hveitið,“ og það gerði hún.

Litla, gula hænan sagði:
„Hver vill búa til brauð?“
Svínið sagði „Ekki ég.“
Kötturinn sagði „Ekki ég.“
Hundurinn sagði „Ekki ég.“
Litla, gula hænan sagði:
„Ég vil búa til brauð,“ og það gerði hún.

Litla, gula hænan sagði:
„Hver vill borða brauðið?“
Svínið sagði „Það vil ég.“
Kötturinn sagði „Það vil ég.“
Hundurinn sagði „Það vil ég.“
Litla, gula hænan sagði:
„Þið fáið ekki að borða brauðið.
Ég vil borða það.“

Svínið, hundurinn og kötturinn sögðu þá:
„Litla, gula hænan er gráðug og eigingjörn.
Brauðið tilheyrir Dýrunum.“
Svínið, hundurinn og kötturinn stofnuðu
með sér lýðræði og ákváðu að kjósa um
hver skyldi borða brauðið.

Svínið sagði:
„Ég legg til að við skiptum brauðinu jafnt
og læsum hænuna inni í fjósaskápnum fyrir illsku sína.
Niður með hænuna! Hver vill loka hænuna inni og skipta
brauðinu jafnt milli hinna?“
Svínið sagði „Það vil ég.“
Kötturinn sagði „Það vil ég.“
Hundurinn sagði „Það vil ég.“
Og það gerðu þau.