Eitt sinn átti hestur sér áhugamál.
Það var að yrkja vísur. Hesturinn orti ýmis konar ljóð, allt frá stuttum ferskeytlum yfir í epísk sagnfræðiljóð sem hann kallaði ljóðabálka. Hesturinn var menningarlega sinnaður og var m.a meðlimur í kaffiklúbbi nágrennisins.

Hallgrímur var maður sem átti heima í lítilli holu í jörðinni.
Hann var lítill maður en feitur, skondinn en sorgmæddur.
Einn daginn gekk hann uppúr holunni og sá ský.

Þetta hafði þá bara allt verið draumur.