“Við hittumst loks aftur allan þennan tíma og það fyrsta sem þér dettur í hug að gera er að lýsa því yfir að ég sé dauður.” sagði Firan enn glottandi. “Sussubía Petya. Ef ég vissi ekki betur þá mundi ég halda að þú værir ekkert glaður að sjá hann bróðir þinn aftur.”.

“Eeeeeeeh…” stundi Petya frekar kindalega. Hann var alveg dottinn út af sporinu. Það síðasta sem hann bjóst við að finna hér á þessum fáránlega stað var Firan bróðir hans að heilsa honum sprelllifandi. Og þó. Kistillinn sem flutti hann hingað hafði nú borið nafnið hans Firan. Þetta var kannski allt saman rökrétt á einhvern brenglaðan hátt.

Firan starði glottandi á Petya og hallaði hausnum aðeins eins og hann væri að bíða í ofvæni eftir að eitthvað vitrænt kæmi upp úr bróðir sínum.

Petya hristi andlega af sér slenið og ákvað að láta þetta ekkert á sig fá, allavega ekki fyrr en enginn sæi til. Hann kipptist örlítið til eins og maður sem hrekkur upp úr dagdraumum, rétti aðeins úr bakinu, brosti og sagði “Nei blessaður, kemurðu oft hingað?”. Hananú, þetta var hæfilega afslappað og kærulaust.

Firan brosti þannig að skein í tennurnar og sagði með skringilegum kaldhæðnistón “Læt mig sjaldan vanta.”.

“Hvernig ertu svo að fíla lífið eftir dauðan?”. Fleiri geta verið fyndnir á fáránlegum tímum. Petya taldi það reyndar eina af sínum sérgreinum. Það kom oft í veg fyrir að maður missti vitið á svona stundum að slá hlutunum upp í grín.

“Ég skal skrifa þér þegar ég kemst þangað.” svaraði Firan og allt glott hvarf af andliti hans.

“Eeeeeeh…”. Petya missti stjórn á andlitinu aftur í örskotsstund og útkoman var svipur líkt og rolla að reyna að smíða úrverk.

“Ég er ekki dauður.” sagði Firan ofur rólega. Röddin í honum var orðin svona hættuleg eins og hún varð þegar Firan talaði um eitthvað alvarlegt að hans mati.

“Nú, það var þó gott.” Sagði Petya og náði sér aftur á strik.

“Nei.”. Orðin komu í gegnum tennurnar í þetta sinn. Firan var reiður einhverra hluta vegna.

“Ertu eitthvað pirraður?” spurði Petya. Hann hefði sagt eitthvað meira viðeigandi ef honum hefði dottið eitthvað í hug.

Firan dró andann djúpt. Hikaði aðeins og brosti svo sínu breiðasta og falskasta brosi. “Fyrirgefðu mér. Að dúsa fimm þúsund ár í þessu helvíti hefur farið dálítið illa með samskiptahæfileka mína. Það er best að ég komi mér bara beint að efninu. Ég kallaði þig hingað til mín til að færa þér gjöf.” Brosði umvarpaðist aftur í glott. “Svolítið sem þig hefur lengi vantað. Svolítið sem bara ég get veitt þér og sem vera mjög þakklátur fyrir”.

“Nú nú?” Sagði Petya og glotti á móti.

Firan lyfti hægri hendinni og hélt út lófanum. Hann sönglaði þrjú stutt hljómfögur orð sem Petya skildi ekki og snéri úlnliðnum snöggt í hálfhring og þegar snúningnum var lokið var langur rýtingur í krepptum hnefa Firans. Petya starði hugfanginn á gripinn. Hann var mikill aðdáandi vopna úr smiðju álfa og þessi rýtingur hafði greinilega tekið einhver álf hálfa öld að fullkomna. Blaðið var næfurþunnt og silfurskreytt blóðröndin var í laginu eins og laufguð trjágrein sem stóð út úr viðar hiltinu. Petya dáðist af þessu fallega vopni og hugsaði að það myndi verða vopnasafni sínu til sóma en það sem meira var, þegar álfur gaf öðrum álfi rýting var það tákn um vináttukærleik og takmarkalaust traust.

Firan lagði visti höndina á öxl Petya og horfði í augun á honum. Brjálæðisglampinn sem hafði verið þar fyrir stuttu síðan var alveg horfinn og það vermdi Petya um hjartaræturnar að sjá að í staði var þar væntumþykja og von. Frá því að þeir hittust aftur eftir að Petya missti minnið hafði hann þráð það að verð aftur jafn náin bróður sínum og hann var viss um að hann hafði verið áður en Firan hafðir verið kaldur og fjarlægur. Petya hafði alltaf vonað að það væri bara stríðið sem hafði mótað þessa gjá á milli þeirra og nú var hann viss um að það var rétt. Nú eftir að þessu hræðilega stríði lauk gátu bræðurnir aftur sameinast og tekist á við heiminn bak í bak. Petya brosti og var um það bil að fara að þakka bróður sínum fyrir þessa ómetanlegu gjöf þegar Firan brosti á móti og sagði “En þú verður ekki þakklátur alveg strax.”. Augnabliki seinna var blaðið fallega komið á kaf í kvið Petya. “Fyrst þarftu að skilja”.

Petya var engan vegin að meðtaka það sem augu hans sáu en kaldur stingandi sársauki í kviðnum gaf sterklega til kynna að eitthvað væri. Sársaukinn magnaðist og lappirnar gáfu sig. Firan fylgdi Petya eftir á hnén og hélt rýtingnum enn djúpt inni. Petya meðtók að hann hafði verið stunginn þegar sárið sem umlukti ískalt blaðið byrjaði að brenna af svíðandi sársauka. Húðin og vöðvar höfðu verið rofin og mótmæltu harðlega. Sársaukinn inni í kviðnum var allt annar. Innst inni í sér fann Petya kalt blaðið titra örlítið og tilfinningin var ekki ósvipuð því að vera með meltingartruflanir nema miklu, miklu verra. Kaldur sviti spratt út um allan líkaman og það var erfitt að draga andann. Þindin þrýsti á allt innvolsið þegar hann reyndi og framkallaði fleiri bylgjur af sársauka. Jaðarsjónin byrjaði að hörfa undan bláum og rauðum dansandi stjörnum uns það eina sem hann sá var andlit bróðir síns, enn brosandi ástúðlega.

“Slakaðu á Petya. Ekki streitast á móti. Leyfðu því að flæða um þig.”. Petya gapti, ekki af undrun þá það skorti ekki að hann var ekki að trúna neinu af þessu, heldur af því að reyna enn að ná einhverju súrefni inn í lungun. Honum fannst hann snúast í hring eftir hring og allt var orðið svart. Það eina sem var eftir að meðvitund hans var brennandi sársaukinn. Sársaukinn og rödd Firans. “Finnurðu fyrir því? Finnurðu það ekki yfirgnæfa sársaukann?” spurði hann rólega. Það eina sem Petya fann fyrir sterkar en sársaukinn í kviðnum var sársaukinn í hjartanu. Af hverju þurfti hann að enda líf sitt stunginn af sínum eigin bróðir? Það var ekki rétt. Þannig átti hann ekki að fara. Hann var ekki viss um hvernig hann átti að deyja en ekki svona. “Einbeittu þér að sárinu Petya. Finndu fyrir blaðinu. Finndu hvað ég er að gefa þér.”. Nei takk hugsaði Petya. Þetta er komið gott. Ég ætla að fara núna. Hann slakaði á og bjó sig undir að fjara endanlega út. Sársaukinn hvarf. Hann hætti að reyna að anda. Allt varð rólegt. Petya dó.

Réttara sagt, Petya reyndi að deyja. Það gerðist ekkert. Annars hafði hann ekki hugmynd um hvernig hann átti að deyja. Hann hélt alltaf að það væri frekar sjálfvirk atburðarás. Var dauðinn kannski bara svona? Allt svart? Sviptur öllum skynjunum líkamans? Var hann nú dæmdur til að svífa um í tómleika til eilífðar nóns sjáandi ekki neitt, heyrandi ekki neitt, finnandi ekki neitt? Nei það var ekki rétt. Hann fann enn fyrir ísköldu blaðinu inni í sér. Hvað helvítis vitleysa var það? “Þetta er fáránlegt!” sagði hann hugsandi upphátt. Eyru hans heyrðu hann muldra þessi orð. Hann gat greinilega talað í eftirlífinu og heyrt. Hann heyrði rödd Firans kalla : “Petya!”, og inni í huga sér heyrði hann hugsanir bróðir síns : “Hættu að reyna að vera dauður og hlýddu mér. Einbeittu þér að blaðinu.”. Petya hlýddi. Hann beindi allri meðvitund sinni að ísköldu blaðinu sem hann fann enn fyrir inni í sér. Brennandi sársaukinn allt í kring um blaðið var horfinn en í staðin var komin kjánaleg kitlandi tilfining. Honum fannst sem hlýir straumar streymdu frá sárinu um hann allan. Notaleg vermandi tilfinning umlukti kalt blaðið. “Finnurðu fyrir því?” spurði Firan aftur? “Finnurðu það flæða um æðar þínar?”.

“Ég held það.” stundi Petya. Hann var farinn að anda aftur án vandræða og hafði ekki tekið eftir því.

“Gott. Opnaðu augun.”.

Petya opnaði augun. Firan kraup yfir honum enn brosandi. Hann hélt hnífnum enn djúp í kvið Petya og eldrautt blóðið vætti allan neðri helming hvíta náttsloppsins. Firan kippti blaðinu úr sárinu og Petya fann ekkert fyrir því fyrir utan að hann hætti að finna fyrir köldu blaðinu innan í sér. Hlýja frá sárinu kitlaði hann hinsvegar enn og virtist vera að dreifa úr sér. Petya þurrkaði rauðan blóðblett framan úr sér sem hafði slest á hann þegar Frian kippti hnífnum burt og það var ekki fyrr en þá, er hann sá blóðrauða klessuna á sjóhvítu handabaki sínu að hann gerði sér grein fyrir því að hann blæddi í lit. Hann kippti náttsloppnum frá sárinu og sá eld rautt blóð og fölbleika húð í kring um sárið. hægt og rólega var snjó hvítt hörund hans að taka á sig réttan lit í kring um sárið og leitaði út á við. Hann horfði undrunar augum á litlar æðar undir hvítri húðinni berða fyrst bleikar, svo rauðar og svo smita úr frá sér und húðin fékk réttan blæ og hlýr kitlandi fiðringur fylgdi í kjölfarið. Petya fann fiðringinn streyma út í fingur og hlýjuna breiðast úr í kinnar. Hárið sem lá yfir andliti hans fékk aftur sinn rétta ljós brúna lit og hann kitlaði í tærnar.

Hann leit upp. Firan var staðinn upp og hélt ennþá á hnífnum. “Við sjáumst síðar kæri bróðir” sagði hann glottandi og nú fjaraði öll meðvitund út hvort sem honum líkaði betur eða verr.

Petya vissi ekki hvort að það þrem sekúndum síðar eða þrem árum en þegar hann opnaði augun var hann aftur staddur í bókasafninu sínu, sitjandi við skrifborðið með opinn kistilinn fyrir framan sig. Petya tók sér andartak til að ná áttum. Eftir að hafa fullvissað sig að upp væri enn upp og niðri enn niður og hægri og vinstri væru svona um það bið til hliðar greip hann kistilinn og leit ofan í hann. Kistilinn innihélt bara einn hlut.

Bréf, með innsigli Firans, litlum eldloga innan í brennandi sól.