Ég er að horfa á sjónvarpið. Bara eitthvert raunveruleika sjónvarp og Pókémon. Ég hugsa aftur til þeirra tíma sem ég var á Íslandi.
Ég flúði til Hong Kong vegna þess að ég svindlaði í Happdrætti Háskólans en tapaði öllu í Subway og naglaklippur. Ég skrapaði saman nokkrum aurum og flúði land. Fyrsti ódýri áfangastaður var Hong Kong. Ég hugsaði með mér að það væri auðvelt að fela sig þar.
Ég leigji kjallaraíbúð en fúkkalyktin er svo mikil að rotturnar og kakkalakkarnir vilja ekki einu sinni vera hérna til þess að veita mér félagsskap. Það er þungbúið skammdegi og regnið dynur á rúðuna. Ég heyri fótatak við dyrnar og bréfi er rennt undir hurðina. Ég stend upp en stíg í gáleysi mínu á djúpsteikta rækju og renn á bakið með miklum skelli. En forvitnin er allveg að drepa mig svo ég held ótrauður áfram. Ég tek upp bréfið og á því stendur “Til Kormáks Jóns”. Ég ríf það upp og held áfram að lesa, “þú kemst ekki lífs af lengur nema að eiga peninga, þú hefur verið heppinn að lifa af þessi 4 ár á happaþrennu vinningum og tombólum. Komdu strax í portið á bakvið Dong-þvottahúsið og komdu einn.” Maður að nafni Ding-Bá skrifaði undir.
Ég klæði mig, fer í bommsurnar og legg af stað. Það er ennþá rigning. Ég heyri sírenuvæl í fjarska og gamla konan sem borðar hrísgrjón í tonnatali situr á bekknum og borðar. Hún situr þarna 24/7 og étur hrísgrjón. Á jólunum og á páskunum fær hún sér súrsæta sósu með. Bekkurinn fer að gefa sig á næstunni. Klukkan er orðin tuttugu mínútur gengin í tólf og ég lít á flúrljósið á þvottahúsinu. Ég labba inn í portið og þar er feitur kínverji með kúbuvindil í munninum. “Ég hef djobb fyrir þig” sagði hann með mafíósarödd blandaða með kínverskum hreim. “Það verður allt staðsett fyrir framan pleisið þitt á morgun kl 22.32. og frekari upplýsingar bíða þín þar.” Ég sagði “Já, kínó” og lagði af stað heim. Ég vaknaði við lykt af djúpsteiktri rækju, “ojj, hvað ég er byrjaður að hata þessa lykt” hugsaði ég meðan ég kúgaðist. Ég fór út og sá þar vagn. Ég grandskoðaði hann og í sætinu var miði. Á honum stóð, “Farðu að húsi
Ching-ríkisbankans og bíddu þar”. Ég þaut af stað með vagninn í eftirdragi og nam staðar við aðaldyr bankans. Út úr honum kom maður. Hann settist aftaní og sagði mér að fara að bryggju 7 niðri við Smokkfiskahöfnina. Eftir 10 mínútur vorum við komnir að þessu skuggalega geymsluhúsi. Hann sagði mér að bíða fyrir utan og líta eftir Gangsen-genginu. Það leið ekki á löngu fyrr en ég heyrði öskur inn í geymsluhúsinu og rödd sem sagði, “það er allt útlendingnum að kenna” og aðra rödd sem sagði “ókei, boss, drepum hann”. Ég tók strax á rás en er ég sveigði fyrir næsta horn sá ég Gangsen-gengið labba í átt til mín. Ég skipti um stefnu, hljóp upp landgang einhvers togara, niður í lestir og lét lítið á mér bera. Ég var svo þreyttur að ég sofnaði þarna og hugsaði ekkert um aðstæður. Er ég vaknaði vissi ég ekkert hvar væri eða man ekkert hvers vegna ég lenti hér. Mér brá þegar heyrði í háværri skipsflautunni. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Ég heyrði í bílaflautum. “Þannig að við erum komin að landi” hugsaði ég. Ég labbaði að næsta kýrauga og leit út. Við mér blasir stórt skilti. Á því stóð “Kolaportið”. “Nei, andskotans djöfull, er ég kominn aftur til Íslands” öskraði ég svo að það glumdi um allt. Ég heyrði mannatal og það var opnuð hurð að lestinni. Það skipti engum togum, ég tróð mér út um kýraugað og féll í sjóinn. Ég gleypti svo mikinn sjó að ég gubbaði. Ég synti í land og stóð frosinn í nokkrar mínútur og horfði á landið sem ég skildi við fyrir 4 árum síðan. Ég var svo svangur eftir sjóferðina og uppkastið að ég labbaði að Bæjarins bestu. “Góðan dag” sagði ég meðan ég frussaði þangi út úr mér rennblautur. “Hvað viltu fá?” sagði afgreiðslumaðurinn. “Hvað sem er” sagði ég, því ég var virkilega svangur. “Viltu þá ekki prófa nýja djúpsteikta rækjupylsu”. “ERTU BRJÁLAÐUR MAÐUR”, öskraði ég er ég var við það að gubba aftur. En ég hélt því niðri og sagði “Nei, láttu mig bara fá pylsu með söxuðum súrum hrútspungum og stóra mysu”.