‘Ókei, kanntu á línuskauta?’ spurði Alles. Mattí jánkaði því. ‘Komdu klukkan fjögur á morgun í hverfið,’ sagði Alles og fór.
‘Afhverju varstu að þessu?’ spurði Snarf. ‘Ég fer ekki með þér ef hún fer.’
‘Aumingja þú’ svaraði Mattí. Hún bað Gummu um að fara með sér heim.
‘Ég er búin að ákveða mig,’ sagði hún á leiðinni. Sólin var að setjast.
‘Ekki þó Alles?’ sagði Gumma.
‘Jebb, og Snarf,’ svaraði Mattí.
‘Jæja, ég tala við þau og þið leggið af stað eftir tvo daga. Ég býst allavega við að það sé betra að þú farir fyrr en seinna,’ sagði Gumma og fór. Daginn eftir fór Mattí á línuskauta með Alles. Þær urðu strax góðar vinkonur og Alles samþykkti að koma með henni. Snarf gerði það líka á endanum. Um kvöldið var svo haldin kveðjuveisla. Villingarnir voru ekkert rosalega ánægðir með að Alles væri að fara með Snarf. En Alles stóð fast á sínu, hún færi hvort sem þau vildu eða ekki.
Þau lögðu snemma af stað næsta morgun. Snarf var lærður flugmaður og ætlaði að fljúga með þau suður á fullorðinseyjuna sem var hinu megin á “hnettinum”.
‘Við verðum að fara með leynd,’ sagði Snarf. Hann sýndi þeim kort af bænum sem Ella átti heima í og saman gerðu þau áætlun. Þau ætluðu að fara að nóttu til. Gumma hafði látið þau fá duft sem gerði þau ósýnileg í smátíma. Alles átti að fara og opna gluggann að svefnherbergi gömlu konunnar. Snarf færi inn og athugaði aðstæður og átti að láta vita. Svo færi Mattí á eftir honum, næði hárinu og þau myndu fljúga aftur til baka. En að sjálfsögðu gekk ekki allt eftir áætlun. Fyrst komust þau að því að gamla konan átti heima efst í tíu hæða blokk. Alles sagðist skyldi bjarga því. Hún hafði tekið línuskautana sína með og með því að ýta á einn takka breyttust dekkin í sogskálar. Hún fór upp og spennti upp gluggann. Svo þaut hún niður, setti Snarf og Mattí á bakið á sér. Þegar þau komu upp smeygði Snarf sér inn um gluggann og athugaði aðstæður.
‘Ehh, eitt vandamál. Sú gamla, hún er ekki í rúminu sínu,’ hvíslaði hann. Í því birtist kerlingin í dyrunum. Hún hafði greinilega bara farið á klósettið eða eitthvað því hún virtist vera hálfsofandi. Hún lagðist beint í rúmið en sofnaði ekki strax. Þau þorðu varla að anda. Duftið var hætt að virka á Snarf. Þegar þau höfðu beðið í smátíma þá loksins byrjaði kerlingin að hrjóta.
‘Það var mikið,’ sagði Alles. Mattí klifraði inn. Um leið og hún hafði kippt hárinu úr konunni hrökk hún upp með ópum og látum. Sem betur fer voru þau bæði með duft og hún sá þau ekki. Þegar Snarf var kominn út fattaði Mattí eitt vandamál. Þau höfðu engan poka undir hárið.Ef hún myndi reyna að halda á því alla leiðina myndi hún örugglega missa það. Þau hugsuðu um þetta í smástund.
‘Settu þetta bara hér,’ sagði Alles. Hún rétti Mattí lítinn poka. Hún setti pokann ofan í bakpokann sinn og svo lögðu þau af stað niður blokkina. Þegar þau komu niður beið lögreglan þar eftir þeim. Alles tók þau á bak, því miðað við stærð var hún mjög sterk, og skautaði af stað. Lögreglan elti á bíl, en Alles hafði gott forskot og var líka mjög fljót að skauta. Þegar þau komu að flugvélinni hoppuðu þau upp í. Snarf setti allt í botn og þau flugu af stað.Þau héldu að þau væru laus við lögregluna en…
‘Löggan eltir á þyrlu,’ æpti Mattí. Atbuðarásin eftir það var hröð. Um leið og Mattí leit aftur við, hættu hreyflarnir á þyrlunni að virka og hún steyptist til jarðar.
‘NEI,’ hrópuðu þau öll í einu. Allt í einu stukku flugmaðurinn og löggan út í fallhlíf.
‘Gott, þeim er borgið,’ sagði Snarf og varpaði öndinni léttar. Þau flugu alla nóttina og rétt fyrir dögun sáu þau borgina.
‘Komin,’ sagði Snarf þegar þau lentu. Steplurnar voru báðar sofandi. ‘O, jæja,’ sagði Snarf. Hann hljóp til að ná í Gummu.

Þrem dögum seinna var drykkurinn tilbúinn og hann var kominn í verslanir í Fullorðinslandi. Hann fékk góðar viðtökur og virkaði greinilega vel. “Fullorðnu” börnin komu sér upp nýju Barnalandi sem þau kölluðu Lillaland. En nú þurfti Mattí að fara heim aftur.
‘Ég mun sakna þín,’ sagði Alles. Villingarnir höfðu nú náð sáttum við aðra bæjarbúa.
‘Ég líka,’ sagði Snarf.
‘Ég mun líka sakna ykkar,’ sagði Mattí og faðmaði þau bæði.
‘Hérna, taktu þetta,’ sagði Alles og gaf henni lítið nisti. Inni í því var mynd af Alles og Snarf.
‘Takk,’ sagði Mattí og setti nistið um hálsinn á sér, ‘en ég á ekkert til að gefa ykkur.’
‘Jú, þú gafst okkur frið á milli villinganna og hinna bæjarbúanna,’ sagði Gumma sem var komin þarna líka.
‘Og það er dýrmæt gjöf, mjög dýrmæt,’ sagði litla ljóshærða stelpan úr Gyllta beltinu. Gumma og Mattí gengu af stað.
‘Lokaðu augunum,’ sagði Gumma og stoppaði. Mattí gerði eins og henni var sagt. Hún fann að hún lyftist frá jörðu. ‘Þú mátt opna.’ Mattí sá aftur alla litadýrðina sem hún hafði séð áður. Nú stóðu gyllt orð í svörtu umhverfinu. Það voru kveðjur frá íbúum Barnalands og Lillalands. ‘Lokaðu augunum aftur,’ sagði Gumma. Mattí lokaði augunum en þegar hún opnaði þau aftur lá hún í hvítu herbergi.
‘Mattí mín, ertu loksins vöknuð?’ Þetta var mamma hennar sem hrópaði upp yfir sig. Hún kallaði í pabba Mattíar, lækna og hjúkkur.
‘Afhverju er ég hér?’ spurði Mattí undrandi.
‘Þú fannst meðvitundarlaus niðri í fjöru fyrir fjórum dögum,’ svaraði mamma hennar.
‘En…,’ sagði Mattí. Hún gat varla leynt vonbrigðum sínum. Hafði þetta allt verið bara draumur? Hún þreifaði eftir nistinu. Það var þarna! Þetta var raunveruleiki! Hún var á sjúkrahúsinu í svolítinn tíma í viðbót en fékk svo að fara heim. Þegar Mattí kom heim kom það henni á óvart að fataskáparnir voru fullir af fötum úr Barnalandi. ‘Hvar fékkstu þessi föt?’, spurði mamma hennar. Mattí svaraði ekki. Hún nennti ekki að útskýra þetta allt og þegar mamma hennar spurði um nistið svaraði Mattí fáu en brosti. Mamma hennar myndi aldrei trúa í hverju hún lenti!