Þetta byrjaði allt á því að ég fór einn fallegan haustdag í Elliðárdalinn að tína sveppi. Það gekk vel, ég var komin með fulla körfu eftir 2 tíma. Þá ákvað ég að komið væri nóg og hélt heim á leið. Svo hafði ég þessa líka dýrindis sveppi í kvöldmat. Eftir matinn fór ég að horfa á fréttirnar. Og mér brá heldur en ekki í brún þegar þulurinn sagði: “við viljum vara sveppaáhugamenn við að tína sveppi í Elliðárdalnum og borða þá. Það er komin sveppaveira þangað sem getur orsakað fótasveppi”. Þá fór ég úr sokkunum og leit á fæturna á mér. Þeir voru alsettir sveppum! Ég hringdi strax í lækni og spurði hann ráða. Hann sagði mér að leita til fótsveppasérfræðings. Ég gerði það. Daginn eftir fékk ég hjá honum sveppalyf. Þegar heim var komið tók ég gúlsopa af þykka vökvanum í flöskunni. Þá varð allt svart. (Hann hafði sko átt að bera hann á fæturna).
Nú eru liðin mörg ár síðan. Stundum hugsa ég hvort fólk sé enn að leita mín.