Einu sinni voru gæsahjón sem áttu 4 unga en þrír þeirra lentu í klóm máva þannig að aðeins einn ungi var eftir og þar sem hann gat ekki leikið sér með systkynum sínum átti hann enga vini og lenti því á unga aldri í afbrotum og mikillri neyslu eiturlyfja. Dag einn kom svanur sem átti heima á tjörninni og bað gæsaungan sem kallaði sig Satan að fara með mikilvæga sendingu fyrir sig á einn ákveðinn stað og hann myndi fá vel borgað. Satan tók tilboðinu og fékk að vita staðsetninguna sem var skóli í Reykjavík en Satan var á Akureyri þannig að þetta yrði mjög löng ferð en mjög vel borguð. Snemma næsta dag lagði hann af stað í ferðina sem gekk að mestu leyti áfallalaust fyrir sig þangað til að hann stoppaði í Borgarfirðinum til að hvíla sig því hann var aðeins búinn að vera þar í nokkrar mínútur þegar óárennilegir hrafnar flykktust að honum og sögðust ætla að skila sendingunni sjálfir og þeir ætluðu að borga honum núna, Satan grunaði að brögð væru í tafli og neitaði að taka þessu því hann ætlaði að skila pakkanum sjálfur, hrafnarnir voru ekki ánægðir með þetta og hótuðu að beita hann ofbeldi en Satan gaf sig ekki, þegar stærsti hrafninn ætlaði að ráðast á hann mundi hann eftir flashsprengju sem svanurinn lét hann fá og hann ákvað að nota hana og að sjálfsögðu blinduðust allir en Satan flaug blindandi upp í loftið og hélt áfram til Reykjavíkur. Loksins sá hann skólann sem hann átti að skila pakkanum og hann hafði líka þær upplýsingar að hann átti að fljúga á glugga í skrifstofu skólastjórans til að fá borgað og þegar hann gerði það opnaði skólastjórinn gluggann og hleypti Satan inn. Þegar inn var komið sagði skólastjórinn honum að opna pakkan og þegar Satan gerði það sá hann að hann var tómur og hann varð svo hræddur að hann dó næstum því en skólastjórinn fór að hlæja og sagðist hafa vitað þetta. Satan varð mjög hissa en þá fór hann að sjá breytingu á skólastjóranum sem var að stækka og hann varð rauðari og rauðari og að lokum þegar hann var orðinn tæpir 3 metrar kynnti skólastjórinn sig sem Kölska og að svanurinn væri vinur hans og núna ætti Satan að taka við helvíti. Satan brá mjög við þetta og spurði hvort hrafnarnir hefðu verið útsendarar Guðs og þegar Kölski játti því sagðist Satan ekki vera viss hvort hann ætti að taka þessu enda mjö guðhrædd gæs en þá útskýrði Kölski fyrir honum að ef enginn væri til að stjórna helvíti myndu allir sem þar væru sleppa út og þá yrði heimurinn verri staður og svo bætti hann við að Guð væri ekki enn búinn að átta sig á þessu. Eftir að Satan var búinn að íhuga þetta vandlega ákvað hann að taka tilboðinu og við það hvarf Kölski og Satan sá að hann var kominn í gervi skólastjórans. Frá þessum degi hefur Satan stjórnað helvíti mjög vel og passað upp á það að enginn sleppi úr helvíti þannig að heimurinn myndi ekki versna.