Jón liggur hreyfingalaus í rúminu sínu, stelling hans er dauð
einsog svipur hans. Hann starir á loftið fyrir ofan hann, það er
málað hvít einsog allir veggirnir í húsinu. Hann lyktar illa og
lítur illa út. Það er ekkert jákvætt við útlit hans. Hann er ljótur,
feitur og skollóttur. Hann er maður sem enginn mundi treysta
fyrir barni sínu jafnvel þótt í raun er hann afar góðhjarta maður
bara aðeins sljór. Er ég pervert, hugsar hann, fólk segir að ég
sé pervert en ég hef aldrei gert neitt pervertalegt, ég hef ekki
einu sinni stundað sjálfsfróun. Skildi fólk halda það út af útliti
mínu? Hann stendur upp og gengur að skúffunni sinn, dregur
út tvo ósamstæða sokka og sest niður í gamlan stól til að
klæða sig í þá. Augu hans beinast að glugga nágranna síns
sem hann sér í gegnum sinn glugga. Í honum er falleg ung
kona að klæða sig í blússu. Hann starir á hana og fylgist með
hreyfingum hennar í langa stund. Loks stendur hann upp og
gengur að glugganum þar sem hann hefur betra útsýn. Hann
hefur aldrei fengið konu, hann er fertugur og hefur aldrei einu
sinni snert konu. Mikið er hún falleg, hugsar hann með
sjálfum sér en engum öðrum, ég vildi að ég væri fallegur því
þá væri ég ekki svona ljótur. Konan í hinu húsinu lokar
skápnum sínum, lítur út um gluggan og tekur eftir Jóni
starandi á sig. Hún stöðvar í smástund, verður svo reið á svip
og þrammar út af augsýni hans. Hann heldur áfram að fylgjast
út um gluggan en verður óttaslægin þegar hann tekur eftir því
að unga konan gengur út úr húsi sínu í átt að hans. Andlit
hans lamast og hjartað hans slær örar með hverju augnabliki.
Hann byrjar að ganga um gólfið. Guð minn góður hún er að
koma hingað, hugsar hann. Ding Dong, heyrist í dyrabjöllunni.
Hann grípur um munninn á sér og augun hans verða
óttaslegin. Ding Dong, heyrist fljótt aftur. Hvað á ég að gera,
hvað á ég að gera, ætti ég að sleppa bara við að svara. Ding
Dong, aftur. Nei….nei ég get það ekki hún veit af mér. Hann
gengur fljótt niður stigann að hurðinni. Hann opnar hurðina og
hinum megin við hana býður unga konan reið á svip. Ertu að
stara á mig helvítis perrinn þinn?! Öskrar hún. Ha? Nei, ég var
bara- reynir hann að útskýra en hún grípur fram í fyrir honum.
Ég sá þig stara á mig í gegnum gluggan! Öskrar hún aftur og
otar vísifingri sínum að honum. Ég hef heyrt sögur af þér,
heldur hún áfram, ég hef heyrt sögur af þér viðbjóðslega
ógeðið þitt! Jón lítur skömmustulega niður. Ekki halda að ég
viti ekki af þínum viðbjóðslegum athöfnum í þínu illa þefjandi
húsi!!! Hvað er að fólki einsog þér?! Skilur það ekki að fólk,
eðlilegt atvinnuríkt fólk vill ekkert ónæði frá óhreinum
landeyðum sem gera ekkert annað en að hrella fólk og rúnka
sér!!!Jón tekur eftir því að vegfarendur er farnir að fylgjast með
og reynir kurteisislega að biðja hana um að hafa hljóð en hún
öskrar: Ekki reyna að þakka niður í mér ógeðið þitt! Ég líð
þetta ekki! Ég líð ekki það að svona ógeðslegur pervert stari á
mig! Þú getur bara farið til andskotans!!! Jón roðnar. Þú ættir
að skammast þín! Öskrar hún í síðasta sinn og slær hann
síðan skyndilega fast utan undir. Svo snýr hún sér snögglega
við og hverfur á brott. Vegfarendur klappa og fagna. Jón
bakkar inn og lokar á eftir sér. Hann hefur aldrei á ævinni verið
eins auðmýktur. Hann gengur svo upp, inn í herbergi sitt og
leggst í rúmið sitt í sömu stellingu og fyrr. Hann starir á loftið
og segir svo við sjálfa sig með grátklökk: Ég er þá pervert, ég
er ógeðslegur, viðbjóðslegur pervert.