Á www.kistan.is er stuttur pistill eftir Ágúst Borgþór Sverrisson um bókaútgáfu. Skv. ÁBS er þróunin sú byggja upp einstaka höfunda, ekki ólíkt hverri annari afurð eða vörumerki, á kostnað lítt þekktra höfunda. Þetta, skv. ÁBS, ýtir ekki undir gæði eða margbreytileika íslenskra bókmennta til lengdar.

Það er ekki hægt annað en að taka undir þetta. Bókaútgáfa hefur í gegnum árin notið óvenjulegrar velvildar af hálfu hins opinbera. Líkt og landbúnaðurinn njóta bókaútgefendur framleiðsluskilyrða umfram aðrar íslenskar framleiðslugreinar. Likt og landbúnaðarafurðir okkar eru íslenskar bækur með þeim dýrustu í heiminum, en íslenskir rithöfundar eru flestir í sama bás og bændurnir. Þeir sjá minnst af afrakstri afurðarsölunnar.

Gaman væri að heyra hvaða reynslu aðrir hefðu af samskiftum sínum við íslenska bókaútgefendur og stöðu mála í íslenskri bókaútgáfu.