Hann labbaði hljóðlega að sillunni og horfði með tárin í augunum út á rauðan sjóinn og á sólina sem var að setjast við sjóndeildahringinn og varpaði fögrum,hlýjum og freistandi geislum sínum á hafið. Fyrir aftan hann glóði allt í ljósum logum. Hann leit um öxl og heyrði í börnunum og saklausa fólkinu kalla á hjálp og reyna að flýja dauðann. Honum fannst hann vera öruggur þarna, þarna þar sem enginn vissi um hann og aðeins hann og hafið hlustuðu á hvort annað. Hann vissi innst inni að þetta var allt honum að kenna, að hann hefði svikið vonina og draumana. Í hverjum andadrætti sem hann gaf frá sér fannst honum að allt væri að lagast og verða eins og það var áður.
Aftur leit hann um öxl dauðinn-tómarúmið var að gleypa allt. Stundaglasið. Hann tók fram þennan dýrðargrip, litlu, fínu sandkornin voru eins og litlar vonir. Hvernig gat hann farið að því að breyta því sem gerst hafði ? 18. september 1963. klikkur heyrðist, allt fór á hvolf, litir lífsins blönduðust og urðu að nýjum og andrúmslofið varð hreinna. Hrollur fór um hann og hárin risu. Hann var kominn aftur. Þetta hlaut að vera brjálæði að koma aftur. Bíll beið hans. Í sömu sporum og áður fór hann að bílnum og honum var ekið langt í burtu fjarri öllum byggðum. Bíllinn stoppaði og hann fór út, í þokunni gat hann séð þetta hús. Þetta var húsið hans. Húsið var frábrugðið öðrum húsum, það var reimt og þar að auki var þetta hans hús og margra aðra. Anda sem hann hafði kallað á handan móðunnar. En nú voru þeir byrjaðir að ákalla hann og reyna að koma honum yfir til sín. Þeir voru ástæða þess af hverju hann var kominn aftur og af hverju hann gekk um með þetta stundaglas í öðrum vasanum. Ótal spurningar vöknuðu í kollinum á honum en hann ekki fús til að spyrja. Hann dróg inn andann og gekk inn. Það brakaði í fúnum gólfþjölunum við hvert skref sem hann tók og þung gluggatjöldin huldu alla glugga svo að birtan náði ekki að kíkja inn.
,,Hann er kominn”, ,,Hann er kominn” heyrði hann málverkin hvíslast á. Kaldur gustur fór eins og elding í gegnum hann allan. Hann stirnaði og brosti, hann var kominn heim. Í kjallarann rauk hann, lauk upp þungri viðarhurðinni og gekk inn. Plöggin lágu rikfallin á borðinu og í hinum enda herbergisins var “tómið”, gatið sem skild á milli lifandi og dauðra. Hann hugsaði um stund. Hvernig gat hann komið í veg fyrir að þett a myndi allt endurtaka sig aftur og aftur. Hann var nú sá sem skapaði þetta, rauf veginn á milli víddanna. Þeir látnu munu brátt takast að ná öllu á sitt vald hugsaði hann og skyggninn yrðu þeirra mestu óvinir.


Framhald síðar…


Kveðja , som


Ps. Viljið þið vera svo góð að dæma ekki stafsetninga villurnar heldur söguna.