Þegar ég var lítill átti ég hund. Ég lék mér mikið við hann. Einn daginn kom ég að honum og sá að það var eitthvað að honum. Pabbi fór með hann til dýralæknis. Pabbi sagði mér að hundurinn væri leiður á því að búa hér og þyrfti að fara upp í sveit, þar yrði hann ánægður. Ég var bara barn og ég trúði pabba, ég trúði því að núna væri hundurinn ánægður, að hann væri kominn með fjölskyldu, stórt hús og keyrði um á Volvo. Það er skrítið með hugann, þær minningar sem þú vilt geyma endast ekki svo lengi en þær sem þú vilt ekkert með hafa , þær eru þarna og eru ekkert á leiðinni burt.
Ég heiti Pétur. Kærastan mín heitir Katrín kölluð Kata, hún er frábær. Hún elskar mig, ég veit það. Undanfarið höfum við búið í miðbænum. Það er fínt. Á daginn göngum við um og tölum við fólkið, Við þekkjum mikið af fólki. Þetta er bara tímabundið við erum að fara að flytja. Kannski í Grafarvoginn eða kannski Hafnarfjörð, við ættlum að stofna fjölskildu svona fullkomna íslenska fjölskyldu sem á Volvo og kannski hund, og við munum eignast ljóshærða stelpu sem mun heita Anna og hún verður vinsæl í skólanum. Svo munum við eignast strák heh hann stríðir Önnu mikið. Um helgar förum við og horfum á hann spila fótbolta.
Kata er ófrísk vonandi er það stelpa. Við erum bara hér tímabundið. Við vorum að fá bæturnar, Kata fór og hitti vin okkar til að fá töflur til að hjálpa okkur að gleyma, gleyma því sem við viljum ekki vita þegar við förum héðan. en ég fór í ríkið, ég er ekki fíkill eða alkahólisti! Þetta er bara undanfari velgengninar þetta er bara stig sem við erum á. Við röltum upp laugarveginn. Kata hoppar upp í Bláann Volvo, ég býð eftir henni. 30 mínútur liðu og hún er komin. Hún ælir, ég vorkenni henni. Mér er sama hvað þau segja um okkur þau vita ekkert. Og hvort er verra, hún eða maðurinn sem reið henni fyrir 10000kr og fer svo heim til fjölskyldunnar? Þetta er vítahringur, við þurfum að vinna fyrir dópi til þess að gleyma því sem við gerðum til að geta keypt dópið.
Við röltum upp í kringlu, við hittum einn af vinum okkar á leiðinni. Hann á flotta Hondu Civic með græjum og kraftpústi. Hann er svo flottur. Hann lætur okkur fá það sem við þurfum, við förum inn á klósett í kringlunni og sprautum okkur. Við liggjum á gólfinu og sofnum, vá hvað mér líður vel. Ég hugsa um húsið mitt í Gafarvoginum, ég sé mig fyrir utan að þrífa bílinn, Kata er að passa Önnu sem er nýfædd, og Kata er orðin ófrísk aftur. Allt er fullkomið. Ég vakna hvar er Kata? Ég tek dótið okkar og hleyp framm, lögreglan er þarna og tekur eftir mér. Hún spyr mig hvort ég viti hver ófríska konan hefði verið. Ég veit að barnið mitt sé fætt, ég fer með lögreglunni upp á sjúkrahús, mig langar að byðja þá lögguna um að stoppa í næstu sjoppu til að kaupa vindla til að fagna, en þeir hlusta ekki, ég skil það allveg, þeir eru mjög uppteknir. Við erum komnir upp á sjúkrahús og ég ættla að hlaupa upp á fæðingardeild en þeir vilja taka einhverja krókaleið og við förum niður í kjallara, og ég fæ að sjá hana. Hún er svo falleg og friðsæl þar sem hún liggur.
Afhverju er þetta svona, afhverju get ég ekki eignast fjölskyldu og volvo? Það var ekki Anna sem fæddist þarna heldur bróðir hennar. Afhverju get ég ekki verið hann?