Eins og fjallað er um nokkuð ítarlega í öðrum pósti hér beint fyrir neðan þá er sáralítið um vandaðar umsagnir hérna á smásagnasvæðinu.
Af hverju skyldi það vera?

Flestar umsagnir hér skiptast í tvo flokka:

Þetta er æðislegt, hrein snilld!

og svo

Ömurlegt! Þú er fáránlegur höfundur!

Hvað græðir höfundur sögu á svona skilaboðum? Þetta eru svo sannarlega ekki umsagnir á söguna hans. Á undanförnum mánuði hef ég séð 2 pósta sem myndu flokkast sem raunverulegar umsagnir. Þar sem höfundur umsagnar er MÁLEFNALEGUR. Hann tekur dæmi, rökstyður. Hann bendir á það sem miður er og kemur með tillögur að úrbótum, hugmyndir, athugasemdir. Einmitt það sem höfundur græðir á, hitt er nánast gagnslaust.

Einnig er umræðan hérna sorglega lítil. Hefur fólk engan áhuga á að ræða smásagnagerð? Þetta er jú smásagnaáhugamál svo það væri undarlegt.<br><br><a href="http://www.rithringur.is">Rithringur.is - Vettvangur fyrir rithöfunda</a