ÉG vakna við læti og barsmíðar fyrir utan gluggann minn.
ÉG stend á fætur og dreg frá,
*hmm..matarbíllinn er kominn* hugsa ég með mér
Ég geng að fataskápnum mínum og tek fram græna kjólinn minn og hvítu buxurnar við.
Ég kem niður eftir eins og kortér og fæ mér morgun mat, heilsa mömmu og pabba og skunda svo út.
*OHhhhh ég hefði ekki átt að fara út* hugsa ég með mér,
fólkið var orðir vitlaust. Það hékk aftan í matarbílnum sem var byrjaður að keyra burtu, en uppi á bílnum stóðu grænklæddir
hermenn sem skutu á hendurnar á fólkinu.
Þetta var nóg..ég gat ekki búið þarna lengur. Þetta fær of á mig…
Hvernig á ég að geta búið í landi þar sem geisar stríð, og fólk er fátækt og hungursnauða þegar við erum svona rík,
Það passar ekki saman. Á hverjum morgni langar mig til þess að rífa ískápinn úr sambandi og gefa fólkinu hann og allt sem er í honum, OG FRYSTINN LÍKA!!!
Allt í einu sé ég hvar hópur af hermönnum stefnir í átt til mín. Ég fyllist skelfingu og feta mig aftur á bak í átt að húsinu. Áður enn ég veit af er ég farin að hlaupa, ég horfi aftur fyrir mig og þakka guði fyrir það að þeir séu ekki að hlaða rifflana sína, en þeir er farnir að hlaupa líka, ég auki hraðann aðeins. Þegar ég kem að húsinu ríf ég hurðina upp og læsi á eftir mér.
-MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAMMAAAAA!!!!!- kalla ég og hleyp inn í stofu.
-Það eru hermenn á leiðinni hingað mamma- segi ég með grátstaf í kverkunum
-HA??- segir pabbi og lifnar allt í einu við
-jaaá…þeir eltu mig hingað pabbi…pabbi hvað er um að vera???- spyr ég og er farin að hágráta af hræðslu.
Við Stína litla systir erum sendar upp í herbergi. Við heyrum öskur fólks út af strætum borgarinnar. ÉG geng að glugganum, læsi honum og dreg fyrir.
Við Stína skríðum inní skáp og lokum vel á eftir. Eftir nokkra stund kemur mamma grátandi upp til okkar. ÉG segi Stínu að vera eftir og ég fer og tala við mömmu.
Mamma talar og talar og talar um það að við ættum eftir að standa við skuldir okkar og eitthvað þannig, en þegar ég var farin að halda að það væri engin ástæða, kom það. Ég held að það ætli að líða yfir mig. Hjartað í mér datt niður margar hæðir og hamast og hamast í tánum á mér.
-Það getur ekki verið!- öskra ég á mömmu
-ÞÚ LÝGUR!!- öskra ég. ÉG er farin að hágráta…
Ég hleyp niður í stofu og sé blóð allsstaðar.
-NEI!- hvísla ég að sjálfri mér þegar ég lít í eitt hornið á stofunni og sé faðir minn liggjandi….dáinn á gólfinu.
Ég brest í grát enda ekki út af neinu. Ég hníg á gólfið og græt fögrum tárum, mamma kemur niður og hjálpar mér upp. Hún fer með mig fram á baðherbergi þar sem hún þurrkar tárin af mér.
-Var þetta skuldin okkar?- spyr ég mömmu
-Nei elskan, bara byrjunin.- segir mamma róleg á móti.


ÉG bara virkilega vona að þetta sé ekki eins og líf einhvers aumingja fólks út í Bagdad núna!