Drengur einn að nafni Skúli Eymundarson frá Dýrafirði var að koma til Reykjavíkur í fyrsta sinn. Hann átti að vera þarna í viku hjá föðurbróðir hans og fjölskyldu.Hann fékk nefnilega þessa ferð í fermingargjöf frá foreldrum sínum, en þessi fjölskylda var heldur tæp á brókunum og átti varla fyrir grjónum í grautinn sinn. Skúli var mjög spenntur og gat varla sofið.
Loksins rann dagurinn upp og fór Skúli með rútu til Reykjavíkur. Áður en hann fór sagði faðir hans við hann “ Passaðu þig á þessum benvítis drengjum í Reykjavík. Þetta eru meira búdremlar þig og skaltu forðast að nota orðasletturnar sem ég kenndi þér ”. “ Já pabbi ” sagði Skúli. Hann kyssti svo móður sína farvel og steig upp í rútuna. Þetta var eldgömul rúta, frá um 1950, en Skúli var samt sem áður hin glaðmesti og fékk sér sæti fremst í rútunni.
Eftir um 10 klst ferð var rútan loksins kominn til Reykjavíkur. Þegar Skúli steig út úr gamminum biðu hans Karl Máni föðurbróðir hans og Kjóskíma, dóttir Karls. Hjálpuðu þau honum Skúla svo með töskurnar sem voru fullar af alíslensku brennivíni og eitthvað af fatnaði. Fóru þau svo til heimavista hjá Karli og konu hans Melrökku. Skúli fékk skemil til þess að sofa á, en það var ekkert gestaherbergi. Skúla var síður en svo sama, og var bara hinn glaðasti. Þá fékk hann viðurnafnið Skúlaskemill hjá gestgjöfunum.
Daginn eftir fór fjölskyldan sú með Skúla i húsdýra og fjölskyldugarðinn. Dagana eftir fóru þau með hann á skauta, í keilu, í kolaportið, tjörnina og út að borða. Síðasta kvöldið var mjög skrítið. Skúli vildi ekki heim til búa fara og reka féið á brott. Hann vildi frekar vera í Reykjavík og eyða dögunum í að gefa öndunum. Þrátt fyrir tilraunir Karls við að tala við föður Skúla fékk Skúli ekki að vera lengur hjá Karl og fjölskyldu. Morguninn eftir var mikið af grátur og horslettum. Áður en hann fór um borð í rútuna til síns heima tók hann eina kvæðu sem hljóðaði svo:

Þó ég kríma skuli remill,
rýmt þá sorg og þrátum,
þá fer ég Skúlaskemill,
heim á leið í grátum.

Svo kvaddi hann alla og fór til síns heima og byrjaði aftur að reka féið í kvírnar.
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.