Skuggar léku sér að ógæfusömum börnum og hrökktu þau til og frá með kyngilegum hljóðum. Sólin hafði horfið fyrir nokkrum klukkutímum síðan en samt var sem hún hefði aldrei verið, henni var stolið úr minnigu allra. Ljós myrkursins var uppétið af þykkri skýjaslæðu sem hékk drungalega í himinhvolfinu. Barnahópurinn tvístraðist og allir reyndu að komast til síns heima, til fjarlægra foreldra sem töluðust ekki við nema þau væru að rífast eða skammast, nema hvort tveggja væri. Heim til stríðnigjarna systkyna sem héngu fyrir framan sjónvarpið og höfðu gleymt barnæskunni líkt og sólinni. Samt var eitthvað undarlegt öryggi heimafyrir fyrir saklausar og frjálsar barnasálir sem vildu bara ást og vildu svo gjarnan muna eftir sólinni.
Tvö börn hlupu saman niður eftir stígum borgarinnar sem baðaðir voru í daufri birtu ljósastauranna. þau áðu undir brú til að fela sig fyrir myrkrinu meðan þau börðust við hræðsluna í brjósti sér, þau vissu ekki við hvað þau voru hrædd en eitthvað annað en myrkrið var á eftir þeim, eitthvað fastara, mannlegra. Inn í birtu stauranna sáu þau hávaxinn og illskulegann mann færast nær þeim og þau ruku á ný af stað. Hjartað barðist í brjósti þeirra því þau vissu að hann vildi þeim eitthvað en hversu illt það var vissu þau ekki. Þannig að þau hlupu sem fætur toguðu og eftir all langan sprett byrjaði minni pollinn að dragast aftur úr. Af ótta og sjálfsbjargarhvöt ruddist sá stærri áfram í gegnum myrkrið og náði að stórri grasflöt. Hann stöðvaði og leit við, sá minni var horfinn sem og maðurinn skuggalegi.
Sólin reis í fjarska en strákurinn sá hana ekki, hann var eldri; reyndari og myndi aldrei aftur muna eftir sakleysi sínu á ný. Hvar vinur hans var vissi hann ekki og hafði gleymt honum. lífið var breytt og leiðinlegt.