Ég vaknaði snemma og fann að ég var með höfuðverk, þessi höfuðverkur hafði verið þarna í marga daga, ég reyndi að taka íbúfen og panodil, en ekkert virkaði, ég vissi ekki hvað var að.
Ég hugsaði með mér að ég þyrfti að láta lækni líta á mig og greina þetta ástand mitt, ég fór til læknisins en hann sagði mér ekkert meira en ég vissi, sagði reyndar að þetta gæti verið mígreni ogspurði hvort það væri í ættinni, en það hefur enginn ættingji minn verið með mígreni svo ég viti.
Þessi dagur var síðasti dagur minn í vinnunni, ég var að fara að hætta, vegna verksins, sem kom aftur og aftur og truflaði einbeitni mína, ég var hætt að geta einbeitt mér, stundum hvarf hann en kom svo alltaf aftur.
Ég mætti í vinnuna og vinnufélagarnir höfðu baka handa mér já eða bara skroppið í bakaríið, fékk þessa yndislega kanilsnúða, fann aftur fyrir verkinum.
Dagurinn var brátt á enda og ég fór heim, tók þrjár magnil og lagðist upp í rúm, höfuðverkurinn var eins og trommusláttur í höfðinu “bamm bamm bamm”.
Morguninn eftir hafði verkurinn aukist og ég þoldi ekki meira, ég lamdi höfðinu í vegginn en verkurinn hætti ekki, ég beit í höndina, reyna að dreifa huganum, en verkurinn, trommuslátturinn hélt áfram “bamm bamm bamm”.
Ég reyndi allt, brátt var ég öll blóðug, hafði bitið mig og rifið, en verkurinn hvarf ekki frá höfðinu, heldur jókst hann enn meira, ég greip um höfuðið, reyndi að halda rónni, en gat ekki meira, öskraði, nágrannakonan kom hlaupandi, óð inn í íbúðina og sá mig þarna liggjandi á gólfinu alblóðuga, hún greip símann hringdi á neyðarlínuna, ég heyrði pikkið eins og það væri verið að trampa, “bíp bíp bíp” hélt fyrir eyrun, reyndi að stöðva hávaðann, ekkert virkaði.
Þegar ég hafði legið þarna í 10 minútur í viðbót sem mér fannst í raun líða meira eins og tveir tímar, þá komu sjúkraliðarnir hlaupandi inn með sjúkrabörur, ég var bundin niður og sett var yfir mig teppi, reynt að hindra mig í að meiða mig meira.
Ég fann enn fyrir verkinum, þetta var svo sárt, ég beit í tunguna, fann að ég hafði bitið í gegn, en fann engann sársauka þar, bara í höfðinu.
Mér var ekið á spítalann og þar tóku læknar að rannsaka mig, það komu fullt af læknum, alltaf fleiri og fleiri að kynna sig, ég tók ekkert eftir, heyrði bara dúnkiðð “bamm bamm bamm”.
Læknarnir hurfu smám saman og allt í einu var ég færð, á stærri stofu með fullt af vélum, þá kom einhver gamall maður, kynnti sig, ég tók ekki eftir nafninu, en svo kom hjúkrunarfræðingur og útskýrði fyrir mér hvað myndi gerast, ég reyndi að hlusta, einbeita mér og heyrði smá, ég heyrði þessi orð, reyndi að setja þau í samhengi, “svefnlyf, heilaæxli, uppskurður, hættulegt”, hugsaði um þetta, einbeitti mér eins og ég gat, komst að þeirri niðurstöðu að þau ætluðu að svæfa mig þvíég væri með heilaæxli sem þau ætluðu að fjarlægja, það væri hættulegt og ég þyrfti að sofa á meðan.
Svo varð allt svart, eftir að hjúkrunarfræðingurinn hafði sprautað mig, með þessu svefnlyfi, allt varð svart, það var ekkert eftir, bara myrkrið, en svo sá ég ljós, skært ljós, ég var komin til himna.