*Dauðadagurinn*

Ég er einn í heiminum. Ég er ekki elskaður, ég er ekki dáður, ég er núll og nix. Ég sé ekki það sama og þið sjáiðm, þið sjáið hamingju á meðan ég sé áhyggjur. Ég minnist þess dags ennþá þegar pabbi minn lokkaði mig út í skúr og strauk mér á stöðum sem pabbar eiga ekki að strjúka á. Hann gerði þetta æ oftar og á endanum leið mér eins og leikfangi því að þá var mamma mín farin að fylgjast með. Þetta hætti ekki fyrr enn löggan kom og bjargaði mér en hún var engu skárri, hún sendi mig bara á munaðarleysingjahæli þar sem krakkarnir hlógu að mér vegna þess að ég var með vörtu á nefinu og svo var líka girt einu sinni niður um mig og allir strákarnir hlógu að mér og sögðu að ég hefði svo lítið typpi. Mér leið illa. En nú taka allar áhyggjur enda og öll þjáning mun hverfa.
Hvort á ég að nota byssuna - BANG - og þá mun allt hverfa, eða á ég að drekka eitur, anda að mér hættulegu gasi svo að lungun í mér springi, skera mig á púls eða stökka af bjargi eða húsi. Ég ákveð að velja það seinasta sem ég taldi upp, stökkva, fljúga inn í eilífðina.
Ég er komin að dauðabjarginu, þen vængi mína út. Ég lít út eins og Jesú þegar hann var á krossinum sínum. Ég lít út eins og nýútklakinn ungi þegar hann flýgur sitt fyrsta flug. Ég lít niður og sé alheiminn í sjónum, minningar um föður minn, móður, munaðarleysingjahælið og ævi mína skjótast upp í huga minn og ég hætti við að enda líf mitt, ég gugna. Ég hef alltaf verið bleyða, ég hata mig, pabba, mömmu, alla. Ég sný við og geng í áttina að bílnum mínum. Það er komið myrkur. Ég er reiður innan í mér. Allt í einu sé ég bíl koma á móti mér. Ég reyni allt hvað ég get en ég lendi beint á honum. Eftir þetta man ég ekki meir, ég er dauður. Mér var greinilega ætlað að deyja þennan dag, 17. maí 2002.