Það var nóvemberkvöld. Ég var að gæta hússins á meðan foreldrar mínir voru í veislu hjá kunningja sínum úti á landi og myndu ekki koma heim fyrr en á morgun. Ég eyddi kvöldinu í því að vera í sófanum í stofunni að horfa á sjónvarpið og að gæða á mér sætindum. Allt í einu heyri ég eitthvað fyrir utan húsið. Ég fer að kanna málið. Ég heyri vindinn hvína í glugganum og daufan söng. Allt í einu kom ég auga á drauga og vofur stíga dans fyrir utan húsið. Ég frosnaði um sinn í skelfingu minni og hjarta mitt fór að slá örar. Ég ákvað svo að loka öllum gluggum og vera öruggur með það að allar dyr séu læstar. Eftir það fór ég upp í sófann og taldi mig öruggan. Síðan heyri ég einhvern stíga spor á þaki hússins. Ég lét sem ég heyrði ekki í því og hækkaði í sjónvarpinu. Síðan heyri ég í daufri rödd sem biður mig að opna dyrnar. Ég varð svo hræddur að ég hljóp upp í herbergi mitt. Læsti því og reyndi að sofna. Eftir smástund tókst mér að sofna, en svo vaknaði ég alltaf reglulega vegna einhverja hljóða sem ég heyrði í.
Loksins var kominn morgunn. Ég var ennþá mjög óöruggur með mig. Ég fór úr herbergi mínu og opnaði alla glugga. Ég sá enga vofur né drauga á stjá. Svo heyri ég í hrotum fyrir utan dyrnar hjá mér. Ég opna þær og kíki út. Þarna liggur Dagný fyrir utan sofani. Þetta er nefnilega æsku-unnustan mín.
En ég mun aldrei gleyma þeirri skelfingu sem ég varð fyrir kvöldið áður og hef alltaf kveikt ljós í býst við því versta.

-Links.
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.