I am the egg mann (1,2,3)
Theyare the egg man(1,2,3)
I am the walrus
kookookatjoo!

Þunn molla lág yfir herberginu og kæfði þungan bassann sem dundi í græjunum svo söngur bítlanna barst eyrum mér eins og ég hyldi höfuð mitt kodda.
Herbergið er grænt og yfirvegað, róandi. Samt eins og það hafi eitthvað á móti mér því þrátt fyrir viðkunnulegheitin þá kraumaði óvildin undir niðri. Þarna þar sem ég áður og flestir nú líða vel líður mér illa. Því heimurinn er horfinn og ný veröld tekin við, veröld sem er mér ókunnug. Sagt er að það sé í eðli mannsins að hræðast hið ókunnuga. Að mér sé ekki sjálfrátt? Ég held frekar að það sé í eðli allra hluta, í þessari veröld og þeirri þaðan er ég kem, þeirri tilveru sem ekki er til, að hræðast hið ókunnuga. Því það sem er ókunnugt okkur passar ekki. Og ef við erum ókunnug einhverjum pössum við því ekki. Við tilheyrum ekki og bregðumst því við skelfd og berum tennur.
Ég passa ekki. Þessi veröld er nákvæmlega eins og sú sem ég fæddist í nema það að í þessari er ég ekki. Allt efni í alheiminum er til og ég er ekki hluti af því. Alheimurinn er mettaður og ég er hrein viðbót sem passar ekki.
Þess vegna er ég hræddur.
Og þess vegna held ég á höfði í höndum mínum. Og kannski þess vegna get ég ekki nálgast hana. Því mér er það áskapað að vera óhamingjusamur.
Ó hvaða brjálæðu ástæður gætu staðið á bakvið þeirri gjörð manns að afneita einum tilgang sínum; að hrinda frá sér tækifærinu til þess að eignast allt sem fullkomnar mann og þyggja ekki það sem myndi veita manni það eina sem keyrir mann áfram þótt það sé manni þvert um geð.

Hún var farin áður en dagaði.
<br><br><i>Sú listræna áskorun; -að gera sniðuga, hnyttna og snjalla undirskrift á eftir korkapóstum á Huga- hefur plagað mig lengi. Hér með játa ég mig sigraðan, þetta var mér einfaldlega ofviða. Mér þykir leitt að valda aðdáendum mínum vonbrigðum.</i