Þetta byrjaði allt einn veðurglaðan sunndudagsmorgun. Ég vaknaði frekar snemma og fann strax yndislegan sumarylminn leika um mig. Ég klædi mig í fötinn,tannburstaði mig og fékk mér morgunkorn. Næst lá leið mín á sólpallinn “ég ætlaði sko að sleika sólina í allvega klukkutíma”. Allt í einu þegar ég ég lá svo þarna í makindum mínum, opnaði ég augun og fyrir framan mig var þessi risastóri ánamaðkur. Ég horfi á hann og tók svo allt í einu kipp og hugsaði “er ekki frítt í laxána í dag?.” Jú svo vildi til vera. Það var frítt í laxána. Ég hrifsaði maðkinn til mín setti hann í ánamaðakaboxið mitt.”ég ætlaði sko að veiða einn stórann á þennan maðk”.Ég fór inn í bílskúr og græjaði veiðidótið mitt og skellti því í skottið á vollanum mínum. “ég held persónulega að demparinn vinstra meginn hafi farið útaf þunga á þessum feita pattaralega ánamaðki sem ég fann, þarna sem ég hafði legið í makindum mínum í sólinni hálftíma fyrr” Ég var ekkert að tvínóna við hlutina og skellti því í driveið og inn í nes.. Þegar inn í Nes var komið, stoppaði ég aðeins inn í nesjasjoppu og keifti mér 2 kexpakka og mjólkursopa, ef vera skyldi að laxinn yrði tregur. Ég lagði svo af stað upp eftir.Leið mín lá inn á laxárdal þar sem ég vissi af einum stórum grálúsugum og legnum laxi sem hafðist við í hyl, rétt innar í laxárdalnum. Svo var ég kominn upp eftir og byrjaður að lemja á laxána með spón númer tíu. Ekkert gekk í tvo tíma eða svo, þá fékk ég einn lítinn titt, stóri fallegi laxinn sýndi spóninum mínum engann áhuga því miður. Ég kastaði frammeftir degi og klukkan var farinn að slá þrjú þegar ég áhvað að freysta laxins með stóra ánamaðkinum sem ég hafði fundið þarna um morguninn. Ég kastaði og viti menn laxinn sýndi viðbragð. Hann elti en fór aftur til baka. Ég var orðin æstur og kastaði aftur og nú ætlaði ég sko að ná laxinum stóra sem hafði ég þráð í draumaheimum mína seinustu daga. Og viti menn hann var á loksins var laxinn kominn á. En sigurinn var ekki unnin þótt hann væri á nú varð ég að landa honum. Löndun var löng og ströng því laxinn var svo stór að þegar hann a stökk lækkaði um helming í hylnum og það skyggði fyrir sólu. En loksins tókst mér að landa honum þetta var ekkert smá flykki. Ég varð að fara heim og ná í kerru, því laxinn komst ekki fyrir í skottinu. 60 pund var hann. 200 sm langur. Síðan þegar ég kom heim með fenginn lagði ég annan helminginn í frystihúsið og hinn seldi ég á 50 þúsund. +
Fengsæl var veiðiferðinn sú ;)
I lower my head