…….svo er það eitt. ÉG hef heyrt að í dagbók áttu að skrá innstu hugsanir þínar og tilfinningar sem enginn veit. Ég veit ekki og vona að öll þessi strákavandamál, sem virðast alltaf vera, séu einu ‘'vandamálin’' mín. Ég meina, hvað er ég að kvarta? Á góðafjölskyldu , á heima í stóru flottu húsi og á bara yfirleitt gott líf! Þú veist þessir krakkar í t.d. Afríku eiga kannski ekki góðar fjölskyldur, sofa á moldargólfi í litlum kofum með strá fyrir þak. Svo verða þau himinlifandi þegar þau fá NoTuÐ föt af einhverjum! Það mundi ég ekki vera, mér finnst það bara sjálfsagt það að fá föt úr búðum, ég meina það. Ég hef alizt upp í þessum vestræna heimi þar sem allt eða flestir hlutir eru sjálfsagðir eins og tölva, netið, gsm, ný föt, sjónvarp ofl. sem fátækt fólk í Afríku á ekki. Ganga í gömlum rifnum fötum af einhverjum útí heimi sem er hættur að nota þau og vinna daginn út og inn. Svo er ég að kvarta undan vinnunni minni sem ég inni af hendi hálfsmánaðarlega!! Ég bara skil þetta ekki.
Það sem að vestrænt samfélag krefst af okkur er það að allir séu eins. Einn byrjar á þessu og þá er það cool. (sbr myndin never been kissed þar sem einn strákurinn segir: ok þetta er nýjasta, flottasta orðið; Rúfus!! þú veist kommon!! rúfus??) Svo eru það allar þessa vinsældir, þær eru bara rugl! Það eina sem það gerir fólki er að þau verða snobbuð, of góð fyrir fólk sem er ‘'neðar í virðingarstiganum’'. Mér finnst að allir ættu að vera vinir…….