Þetta hefur verið vægast sagt ömurlegur dagur. Ég heiti Axel og er 15 ára strákur.
Ég mætti í skólann í dag, úrillur eins og vanalega. En það var smá breyting. Ég kom inní andyrið á skólanum og allir störðu á mig, ég fattaði ekki neitt, ekki neitt fyrr en Anna benti á mig og hló. Ég var búinn að fá mig fullsaddann á henni. Hún var svo vön að vera leiðinleg.
Ég kom inn í stofuna og tók þá eftir því að ég var með svaðalega standpínu og ég dreif mig á klósettið og skrúfaði frá ísköldu vatni og sett’ann undir, fjúff. En svo leit ég niður og sá að klofið á buxunum var allt rennandi. Ég fór samt inn í stofuna. Svo alveg morgunmaturinn ,áts. Ég þurfti aftur að fara á klósettið til að kúka. Þá heyrði ég í Árna í 9. bekk vera að fara útaf klósettinu. Hann sturtaði niður og þá kom það versta í heimi ! Klósettið lak ! Og það þarf alltaf að vera eitthvað svona op niðri á veggjunum, og það kom allt yfir á minn bás ég sá það renna alveg svo hægt að ég hreyfði mig liggur við mjög hægt. Ég drífði mig í því að skeina mér en þá missti ég höndina ofan í klósett vatnið ofan í klósettinu. Oj ! Samt ég sá að vatnið var komið nálægt svo ég dreif mig bara útaf básnum í að sótthreinsa á mér hendina. Ég kem aftur inní tíma. Frímínútur. Það er mikill snjór úti og við strákarnir förum í snjókast. Þetta er það versta sem hefur skeð fyrir mig. Snjóbolti í punginn !!! Ég flýti mér heim og skipti um buxur, ég held að ég hafi flýtt mér of mikið. Ég fór í eitthverjar 80’s buxur með svona útvíkkun að neðan en ég tók ekki efitir því fyrr en ég var kominn inní tímann. Anna hló. Ég dreif mig heim úr skólanum þegar hann var búinn og fór síðan á fótbolta æfingu. Getur ekki verið betra þegar óvinur manns er að taka aukaspyrnu og ég fer í varnarvegg. Þrusar hann ekki tuðrunni í mig. Svo þegar æfingin er búin þá fer ég heim og fer að læra. Eftir það fer ég í bað og fer svo að sofa.