Ég fékk þessa hugmynd á leiðinni heim úr skólanum og mér fannst hún mjög sniðug. Ég kallaði þetta tilraunaverkefni af því að ég held að þetta hafi ekki verið gert hér áður. Alla vega hef ég ekki orðið var við neitt svona verkefni. Athugið að ég er ekki að gera þetta fyrir skólann.

Keðjubókin virkar þannig að upphafsmaðurinn (ég) býr til helstu persónurnar fyrir söguna. Upphafsmaðurinn sendir nákvæmt yfirlit yfir persónurnar til fyrsta ritarans sem skrifar fyrsta kaflann í sögunni. Yfirlitið og fyrsti kaflinn eru síðan send til næsta ritara sem býr til næsta kafla. Þetta er síðan sent til næsta ritara sem býr til næsta kafla og svo koll af kolli. Frekar einfalt ekki satt? Þegar síðasti ritarinn hefur klárað kaflann sinn sendir hann alla söguna til upphafsmannsins sem fer yfir söguna og sér um birtingu fyrir almenning. Einfalt enn sem komið er finnst ykkur ekki?

Reglurnar eru líka einfaldar.
Í fyrsta lagi má ekki breyta hegðun eða útliti persóna á nokkurn hátt. Þannig að persóna sem er myrkfælin má ekki ganga óhrædd í myrkri. Undantekning er þó að ef persónan verður fyrir einhverri breytingu í sögunni, t.d. litar á sér hárið eða verður fyrir áhrifamikilli lífsreynslu.
Í öðru lagi vil ég banna að meira en mánuður líði á milli kafla svo að sagan gerist öll á svipuðum tíma. Undantekningarlaust.
Í þriðja lagi þarf næsti kafli að byrja með fyrri kaflann í huga. Ef aðalpersónan ætlar að tala við vin sinn um eitthvað virkilega mikilvægt má næsti kafli ekki byrja þegar þessum samræðum er lokið.
Í fjórða lagi má ritari búa til aukapersónu svo lengi sem hann býr til allar helstu upplýsingar sem bætast við persónuyfirlitin sem næsti ritari fær. T.d. þarf að koma fram útlit og hegðun. Ef búin er til aukapersóna má hún koma aftur síðar í sögunni.
Í fimmta lagi má ekki skipta um aðalpersónu í sögunni. Besti vinur aðalsöguhetjunar má ekki verða söguhetjan. Undantekningarlaust.
Síðast en alls ekki síst má sagan ekki verða að algjöru kjaftæði. Ef sagan á að vera frekar eðlileg má ekki allt í einu koma risaeðla og rústa bænum.

Ef einhver vill spyrja að einhverju eða vill taka þátt skal sá hinn sami láta mig vita. Þátttökufresturinn rennur út þann 12. og þá mun ég birta röðina sem sagan mun fara. Ef þátttaka verður of lítið mun fresturinn lengjast eða hætt við verkefnið.<br><br><font color=“#FF0000”><b>Est Sularus oth Mithas - My honor is my life</b></font>
<a href="http://kasmir.hugi.is/lundi86">Kíkið endilega á kasmír síðuna mína</a