Ég ætla að byrja að segja smá um þessa sögu áður en þið hellið ykkur inn í þessa sögu.
Þessi saga er skáldskapur og ég samdi þessa sögu fyrir mánuði og datt í hug að leifa ykkur að sjá hana.

Þriðjudagurinn leið hratt eins og vatn sem lekur niður læk niður í sjó. Ég var einn í þessu hugarhólfi ég vissi ekki hvort ég væri vakandi eða sofandi. Leit á klukkuna sá að hún hreyfðist ekki, var ég fastur í tímanum eða var tímin ekki til ? Miðvikudagur rennur upp, opna augun, lýt up sé manneskju, Þekkti ekki hana en þú sat þarna í stólnum og starði á mig. Ég þurkaði stírunar í burtu og sast upp og spurði, Hver ertu? Ég beið og beið en fékk ekkert svar. Svo ég stendu upp og geng að stólnum og legg hendi mína á manneskjuna, leið og ég legg hana niður heyrist þetta óhugnarlega öskur og leiftursnögt hverfur manneskjan en ég finn að hún sé enn í herberginu. Ég finn fyrir andadrættinu, og ég finn hjartslátt manneskjunar. Ég lagst aftur í rúmið og ákvað að sofna smá. Eftir 3 tíma svefn vakna ég upp og lýt á stólinn og þá er manneskjan aftur komin í stólin. Ég reyni að horfa sem minst á hana en það er eitthvað sem dregur mig að henni. Þegar ég lýt í augun hennar finna ég allar mínar áhyggjur hverfa, og ég hverfi með þeim. Ég stend upp eftir að hafa horft á hana í 2 klukkutíma stanslaust. Ég geng að henni og legg aftur hendina á hana en núna heyrist ekkert nema ég finna handarbak hennar leggjast á hendina mína, og þá sé ég. Ég sé framtíð mína og mínar óskir uppfyllast fyrir framan mig. Ég finn að manneskjan meiðist og ég finn hvernig hún skjálfar meðan ég er í mínum draumum og horfi inn í framtíðina. Hún sleppur hendinni minni og hallar hausnum niður ég legg hendina mína á bak hennar og strýk henni fram og aftur, á sama tíma sé ég meira og ég sé þegar manneskjan sem ég er að strjúka þjást og þjást. Ég sé lokadag hennar og ég sé lokastund hennar og ég veit að hún sjái þetta líka því manneskjan grætur og hún reynir að hemja sig en ég finn hvernig hún titra og titra. Ég tek hendina af henni og geng út um hurðina og um leið og ég loka heyri ég öskur. Ég hleyp samstundis inn þegar ég heyri öskrið og þegar ég kem inn aftur er maneskjan horfin og ég sé að ég er að eyðast upp.


….. The End ……