Fyrir ári síðan bjó ég í miðEvrópu…og þar er einmitt allt morandi í dúfum! Þessar fljúgandi rottur eru drullandi útum allt og fljúga gjarnan fyrir gangandi vegfarendur sem eru jafnvel bara að rölta um með stolið götuskilti í sakleysi sínu. Efti nokkurra vikna dvöl í þessum dúfnaheimi (og eftir að hafa verið vakin af dúfnaropi hvern einasta morgunn) fór minn að verða nett pirraður! Ásamt einni vinkonu minn fór ég að safna upplýsingum um lifnaðarhátt þesssarra kvikinda og hóf undirbúning minn að fyrstu smásögu minni um lifandi dauða í almenningsloftum!
Eins og staðan er í dag þá er ég komin með 7 kafla sem lýsa hatri mínu á dúfum og er ég líka komin með aukakafla sem ber heitið: “How to make a pigeon feisty?” Ég stefni á að geta gefið ritsafnið út fyrir jólin 2001. Ef einhver vill koma með ráðleggingar um kaflaheiti þá er ykkur velkomið að kommenta hér að neðan.

Að eilífu dúfnalaus heimur - amen!