Í nótt er aðafaranótt laugardags, sá tími vikurnar sem við Bárður vorum vanir að fara út að skemmta okkur. Maðurinn sem ég mætti fyrr var sá eini sem gat hafa haft einhverjar upplýsingar um hvar Geiri væri staddur. Sú von um að finna hann í nótt er úti. Þess í stað ætla ég að finna Bárð. Ef ég get ekki sagt Lilju hvað gerðist verð ég að segja Bárði frá því. Bæði vegna þess að hann var besti vinur minn og hann getur sagt Lilju allt saman. Nú þegar hef ég leitað í þrjá klukkutíma en ekki orðið var við hann. Ég hætti ekki að leita fyrr en sólin rís. Þetta þíðir samt ekki að ég sé hættur að leita að Geira. Þvert á móti leita ég að þeim báðum í einu. En núna legg ég meiri áheyrslu á að finna Bárð.
Tímarnir líða og ég hef enn ekki fundið hann. Ég hef nú þegar leitað á öllum þeim stöðum sem við fórum á sínum tíma. Kannski er hann byrjaður að sækja aðra staði, kannski er hann hættur að rölta um barina. Mér dettur ýmislegt í hug en ég held áfram að leita. Ég geng aðeins lengur þar til ég kem aftur niður í miðbæ. Þar er ennþá nóg um að vera. Ég geng í gegnum þvöguna þar til ég heyri kunnuglega rödd fyrir aftan mig segja: “Ó, mæ god!! Pétur?” Ég lýt við. Þetta er ekki Bárður heldur annar strákur sem ég þekkti úr skólanum, hann Þórður. Ég hafði í raun sjaldan talað við hann. “Það sögðu allir að þú hefðir dáið!!” sagði hann og leit út eins og hann hafði séð draug, sem var ekki fjarri lagi. “Nei,” svara ég sallarólegur, “þetta voru allt sögusagnir til að útskýra af hverju ég væri ekki í skólanum.” “Nú,” sagði Þórður, “en þú virðist vera einn á ferð, viltu ekki slást í hópinn með okkur félögunum?” “Nei, takk.” Ég var ekki lengi að hugsa mig um. “Svona nú,” sagði Þórður, “þetta eru fínir náungar.” Hann er nánast að grátbiðja mig. “Því miður, Þórður, en ég þarf að gera svo margt fyrir morgundaginn.” Þórður virðist vera sármóðgaður yfir þessu. “Það er alltaf sama sagan með þig, Pétur. Þú þóttist vera of góður fyrir okkur og of góður fyrir skólann en ég hélt alltaf að þú værir góður innst inni. Það var greinilega rangt hjá mér. Þú þykist ennþá vera of góður fyrir aðra!” Það má varla greina hversu móðgaður hann er orðinn fyrir reiðinni í röddinni. Það voru mistök hjá honum að reiðast. Reiðin sýnir hið rétta form allra. Í þessari síðustu setningu mátti greinilega greina reiði en þegar hann sagði þetta fann ég fyrir öllum þeim sársauka sem hann hafði ollið öðrum. Sársauki, pyntingar og jafnvel dauði sem hann olli öðrum. Hann horfir reiður á mig, virkilega reiður, eins og ég hafi gert honum eitthvað sem hann verður að hefna fyrir. Ég byrja að ganga hægt og rólega aftur á bak, bíð eftir að hann geri árás. Ég finn á mér að hann er sterkari en flest fólk, sterkari og hættulegri. Eftir nokkur skref gerir hann árás, stekkur urrandi að mér með krepptan hnefa. En ég er sneggri en hann. Ég vík undan hnefanum en hann fer lengra aftur fyrir mig og endar fimm metrum frá mér. Ég byrja að hlaupa eins hratt og ég get, ekki vegna þess að ég hræðist hann heldur vegna þess að ég vil ekki að allt fólkið í kringum okkur sjái hvernig þetta fer. Eftir aðeins nokkrar sekúndur erum við komnir nógu langt frá hópnum. Hann kallar á eftir mér: “Hvað er að? Ertu of góður til að deyja? Ég skal sanna annað!!” Hann er orðinn verulega reiður. Hann tekur hátt stökk, nógu kraftmikið til að ná mér, en ég sný mér við með krepptan hnefann og BANG!! Þórður flýgur nokkra metra aftur fyrir sig og lendir á harðri steypunni. Þó að höggið hafi verið öflugt er það ekki nóg til að losa mig við hann. Hann stendur upp, skjálfandi en stendur þó. “Hundaheppni,” segir hann, “ekkert nema hundaheppni því að þú ert ekkert nema hundur!!” Hann stekkur aftur af stað en er núna með báðar hendur kreppta. Fyrst lemur hann með hægri og ég næ að víkja mér frá því. Næst kemur vinstri hendir og hæfir mig beint á miðja hökuna. Í örskamman tíma finnst mér eins og ég sé í lausu lofti og finn ekki fyrir neinu. Síðan lendi ég á ljósastaurnum sem stóð sex metra fyrir aftan mig. Ég er ofurlítið vankaður, þetta högg var öflugra en ég bjóst við. Þórður er ekki hættur, hann ræðst aftur að mér en núna bara með hægri hnefann krepptan. Þó ég sé vankaður er ég ekki svo vankaður að ég geti ekki vikið mér undan. Hnefinn hans hæfir ljósastaurinn og þar sem ég er núna heyrist mjög vel í þrem fingrum brotna í spað. Þórður æpir af sársauka en ég ætla ekki að gefa neitt eftir. Ég dúndra hnénu í magann á honum og kýli hann svo á kjaftinn. Þegar Þórður stendur upp aftur tek ég í axlirnar á honum og hendi honum á annan ljósastaur. Hann er ekki fyrr búinn að opna augun fyrr en ég gef honum annað högg sem brýtur á honum nefið auk þess sem hann skallar aftur ljósastaurinn. Meðan hann liggur niðri eftir að hafa misst jafnvægið segi ég við hann: “Heldurðu ennþá að ég sé hundur?” “Þú ert það sem þú borðar, ekki satt?” Honum hefur kannski fundist þetta fyndið en ég er ekki með sömu kímnigáfu og hann. Ég ríf hann upp og ýti honum upp að veggnum á húsinu sem við stöndum við. “Segðu mér eitt,” segi ég við hann, “hverjir eru þessir félagar þínir?” “Þeir eru eins og þú og ég, félagi,” segir Þórður. Í einni góðri sveiflu fleygi ég Þórði af veggnum og á stéttina. “Ég er ekki eins og þú!” Ég er að verða reiður. “Nei, það er satt,” segir Þórður á móti, “þú nærist á dýrum en við á mönnum og erum þess vegna sterkari!” “Sterkari segir þú? Sérðu ekki hvor okkar liggur á gangstéttinni meðan hinn yfirheyrir hann?” Smá stund líður áður en ég held áfram: “Ég spyr einu sinni enn! Hverjir eru þessir félagar þínir og hvað eru þeir?!” Ég er ekki viss en ég held að augun í mér hafi rétt í þessu orðið rauð. Allavega var það eitthvað sem hræddi Þórð. “Þeir kalla sig börn næturinnar,” sagði hann, “og þú ættir að finna þá nálægt endurvinnslustöðinni.” “Gott,” segi ég, “en segðu mér, get ég fundið Geira þar líka?” “Það hlýtur að vera,” segir Þórður, “hann stjórnar klíkunni.” Ég sleppi Þórði og held af stað í áttina að endurvinnslunni. Ég er ekki kominn mjög langt þegar Þórður hefur skriðið aftur á lappir og segir fyrir aftan mig: “Hvernig heldurðu að ég hafi vitað að hundunum? Geiri lét mig elta þig um allt. Ég veit meira að segja allt um Lilju.” Ég stoppa þar sem ég stend, sný mér ekki við heldur finn fyrir reiðinni magnast og magnast innra með mér. Ég sný mér við og sé Þórð varla standandi en skellihlæjandi. Ef ég hem mig ekki mun ég verða eins og þeir, morðóð skrímsli. En ég læt það eftir mér. Ég stekk á hann og fleygi honum í gegnum rúðuna á húsinu, stekk svo á eftir honum. Þórður nær samt að standa upp en ég sparka harkalaga í hnéð á honum þannig að það brotnar og hann fellur aftur niður. Þórður æpir aftur af sársauka, í þetta skiptið mun hærra en áður. Ég finn stól inni á gangi, brýt af honum fótinn og fer aftur til hans Þórðar. Hann liggur alveg varnarlaus á gólfinu, æpandi af sársauka. Blóð lekur úr kjaftinum á honum, fingurnir eru beyglaðir og hægri fóturinn einnig. En hann mun ekki finna þennan sársauka lengi því að ég mun ekki láta neinn skaða Lilju.