Það var langt liðið á sumar og lífið gekk sinn vanagang í litla afskekkta þorpinu Hvössuvík. Tómas bæjarstjóri átti afmæli og allir hjálpuðust að við undirbúning þess. Það átti að halda stóra veislu í tilefni af sextugsafmæli hans. Það mæddi sérstaklega mikið á bakaranum Friðþjófi og konu hans Grímu en þau sáu um allan bakstur fyrir afmælið Það þurfti ekki að baka neitt smávegis því hverjum einasta þorpsbúa var boðið í veisluna. Loks kom stóri dagurinn þorpsbúar söfnuðust saman í skrúðgarðinum, snæddu kökur og röbbuðu saman allir voru í hinu besta skapi. Bæjarstjórinn hélt ræðu og þakkaði fyrir sig. Þegar kvölda tók fóru þorpsbúarnir að týja sig heim, enda var talið stórhættulegt að vera einn á ferð seint kvöldin vegna þess að þá fóru svörtu sauðkindurnar á stjá. Svörtu sauðkindurnar voru eitt sinn ósköp venjulegar kindur en stökkbreyttust þegar þær átu geislavirkar gulrætur og voru nú bæði grimmar og blóðþyrstar. Friðþjófur og Gríma voru ein eftir í skrúðgarðinum að taka saman kökuafgangana þegar svörtu sauðkindurnar birust. Þær geystust á ógnarhraða inn í þorpið, enda fundu þær á lyktinni að enn voru menn útivið. Kindurnar höfðu myndað heilhring utan um Friðþjóf og Grímu áður en þau vissu hvaðan á þau stóð veðrið og voru þau nú rekin áfram út í óbyggðir. Gríma reyndi að flýja en kindurnar náðu henni umsvifalaust og bitu hana í hælana þannig að hún var ófær um gang og þurfti Friðþjófur því að bera hana það sem eftir var leiðarinnar. Kindurnar fóru með þau langt inn í djúpan helli og skildu þau eftir þar. Friðþjófur og Gríma fóru að leggja á ráðin um hvernig þau ættu að komast þaðan en sáu fljótt að Gríma var ófær um að ganga, hvað þá hlaupa eftir ökklabitin. Það var því ákveðið að Friðþjófur freistaði þess að sleppa einn síns liðs og koma svo aftur með lið manna til að bjarga Grímu. Friðþjófur komst auðveldlega að hellismunnanum en hans gættu tvær kindur. Hann kastaði steini inn í hellinn, önnur kindin fór að aðgæta hvað hefði framkallað þetta hljóð, á meðan gafst Friðþjófi tækifæri til þess að rota hina kindina með stórum steini og komast undan. Leiðin í þorpið var greið og komst hann þangað án mikilla hrakfara. Þorpsbúar urðu agndofa og skelfingu lostnir þegar þeir heyrðu frásögn hans. Margir hraustir menn buðust til þess að hjálpa honum að bjarga Grímu, en þeir urðu að bíða eftir vopnasendingu sem væntanleg var frá Rússlandi, því ekki gátu þeir ráðist á kindurnar óvopnaðir. Þegar æðsta kindin, sem gekk undir nafninu Einar, frétti af þessum flótta varð hún viti sínu fjær og fyrirskipaði að Grímu yrði umbreytt í varkind. Líkama Grímu var komið fyrir í svörtum stálbúningi, hausinn var tekinn af henni og í staðinn var festur á hana haus af kind sem fengið hafði hjartaáfall nokkrum dögum fyrr en hún hélt samt sínum eigin heila. Þegar Gríma vaknaði aftur til lífsins, var hún ekki lengur sama gjóðhjartaða og elskulega manneskjan og hún hafði verið, eðli svörtu sauðkindanna hafði færst yfir í hana, henni hafði verið breytt í varkind. Þegar Friðþjófi og fimmtíu manna liði hans barst loks vopnasendingin lögðu þeir umsvifalaust af stað í átt að hellinum sem Friðþjófur slapp úr. En það voru njósnarar út um allt og Einar æðsti sauður var fljótur að frétta af þeim áformum Friðþjófs að frelsa Grímu og fyrirskipaði að allar vinnufærar kindur skildu ráðast gegn Friðþjófi og liði hans. Einar sjálfur flúði hins vegar upp til fjalla með Grímu sem taldi sig vera kind og hlýddi því öllum fyrirskipunum Einars. Friðþjófi og mönnum hans brá heldur betur í brún þegar kindur hundruðum saman réðust að þeim úr öllum áttum. Þeir voru þreyttir eftir langa göngu og óviðbúnir þessari skyndiárás, en vörðust af öllum mætti. Þetta varð blóðug orrusta, margir af mönnum Friðþjófs féllu en kindurnar voru stráfelldar ein af annari, en þær neituðu að gefast upp og börðust til síðasta manns. Friðþjófur flýtti sér í hellinn og sá að Grímu var þar ekki að finna, en hann fann samt einhvern veginn á sér að hún var enn á lífi og þegar menn hans höfðu hvílst lagði hann af stað upp til fjalla í von um að þangað hefði verið farið með hana.
Hundar sem björgunarmennirnir höfðu tekið með sér komu nú að góðum notum og fundu þeir fljótt slóð Grímu. Hundarnir leiddu þá að háu fjalli sem gnæfði langt yfir hæstu ský. Það tók á að klífa upp fjallið en þegar þeir fóru að nálgast toppinn komu þeir að litlum hellisskúta, þeim barst til eyrna hávært jarm innan úr skútanum og fóru því að öllu með gát. Friðþjófur tók sér riffil í hönd, leit varlega inn í skútann og sá þar stóra og tignarlega svarta kind, hann miðaði byssunni að kindinni sem féll niður á jörðina, jarmið þagnaði. Út úr myrkrinu kom vera í svörtum stálbúningi, sem líktist manneskju en var með kindarhöfuð, Friðþjófur sá að þetta hlaut að vera Gríma, hann kallaði því glaðlega til hennar en fékk ekkert svar. Veran var með illsku glampa í augunum og reyndi að ráðast á Friðþjóf en hann vék sér fimlega undan veran fór því fram af sillunni sem Friðþjófur hafði staðið á og rann niður brattar hlíðar fjallsins. Leiðangurinn flýtti sér niður til að aðgæta að verunni. Þegar niður var komið sáu þeir hvar veran lá hreyfingarlaus við rætur fjallsins. Veran var meðvitundarlaus en að öðru leyti virtist stálbúningurinn sem hún var íklædd hafa tekið af henni mesta fallið. Nú þegar Friðþjófur gat virt veruna betur fyrir sér sá hann greinilega að þetta var Gríma, kindurnar höfðu klætt hana í stálbúning, tekið af henni höfuðið og í staðinn látið á hana kindarhaus. Mennirnir hjálpuðust að við að bera hana inn í þorpið þar sem henni var komið fyrir á sjúkrahúsi. Mikil sorg ríkti í Hvössuvík vegna þess hversu margir ungir og hæfileikaríkir menn höfðu látið lífið í átökunum við kindurnar. Friðþjófur hugsaði um Grímu og hvort að hægt yrði að lækna hana, gera hana aftur að þeirri konu sem hann elskaði. Gríma vaknaði úr dáinu viku seinna en hegðaði sér eins og kind. Hún réðst að hjúkrunarfólkinu og öðrum sjúklingum og var loks send í einangrun, þar sem hún var algjörlega ófær um að umgangast annað fólk, virtist nánast fyrirlíta það. Friðþjófur heimsótti Grímu á hverjum degi en hún leit aldrei svo mikið sem við honum. Næstu mánuði urðu framfarir litlar sem engar hjá Grímu, hún hætti að ráðast á fólk, en varð fjarræn og gerði lítið annað en horfa út í loftið allan Guðs langan daginn. Friðþjófur þoldi ekki að horfa upp á þetta, hann talaði við marga lækna og sérfæðinga og var að lokum bent á mjög færan kínverskan heilaskurðlækni að nafni Hui Chen sem hugasanlega gæti hjálpað honum. Friðþjófur hafði samband við Hui símleiðis og sagði honum frá stöðu mála. Hui hafði aldrei heyrt um neitt þessu líkt en samþykkti að líta á Grímu. Friðþjófur varð við þessi tíðindi vongóður um að Gríma gæti náð einhverjum bata. Hui kom nokkrum vikum seinna til að líta á Grímu, eftir stutta skoðun sagði hann Friðþjófi að hann gæti engu lofað, en myndi gera það sem hann gæti. Eftir að hafa ráðfært sig við nokkra aðra lækna ákvað Hui að opna upp höfuðkúpuna Hui rak upp undrunar óp því heilinn sem fyrir augum hans blasti var kolsvartur, nú var Hui ráðþrota, álíka tilvik hafði líklega aldrei komið fyrir í sögu læknisfræðinnar. Hann ákvað að sprauta bleikum og gulum litarefnum inn í heilann, í von um að það væri liturinn á heilanum sem orsakaði mannvonskuna. Þegar Gríma vaknaði eftir aðgerðina var hún orðin sama manneskja og hún hafði verið áður en kindurnar umbreyttu henni í varkind. Gríma mundi ekki neitt af því sem gerst hafði eftir að kindurnar framkvæmdu aðgerðir sínar á henni og þar til hún vaknaði eftir aðgerð Hui. Hún var ennþá með kindarhaus en Friðþjófur elskaði hana þrátt fyrir það. Friðþjófur hélt áfram störfum sínum sem bakari í Hvössuvík og Gríma fékk vinnu sem afgreiðslukona í Kaupfélaginu. Þau eignuðust mörg börn og lifðu hamingjusamlega til æviloka. Hiu Chen var mjög góður vinur fjölskyldunnar og heimsótti hana nánast á hverju ári.