Þetta er önnur smásagan sem ég skrifa en í rauninni er þetta svo stutt að
þetta er varla smásaga.


Er ég gekk inní andyrið heyrði ég fyrsta hvellinn, og ekki þann síðasta.
Ónei! Ég gekk lengra inn ganginn í átt að eldhúsinu og heyrði þá anna
hvell. Eldhúsið var beint á móti sjónvarpsherberginu. Ég gekk inní
eldhúsið og sá ekkert nema gamla kaffiborðið sem var síðan amma
langömmu minnar var kornabarn. Þetta var eitt helsta verðmætið í húsinu
og þess vegna var ég feginn að sjá það á “lífi”. Loks var kippt í öxlina á
mér, það var móðir mín og hún var ekkert sérlega glaðbeitt á svip. Ég tók
af mér heyrnatólin og þrívíddargleraugun og slökkti á tölvunni. “Ég held að
þú ætti að hvíla þig aðeins á þessum gerviheimi” sagði hún og dæsti, en
þetta sagði hún alltaf ef ég hafði verið í þrjár klukkustundir eða lengur í
þessum “Gerviheimi” eins og mamma kallaði það. En það var svo
sannarlega rangnefni því þetta var í raun ótrúlega fullkomið og
raunverulegt líkan af gamla sveitabænum í Hlíðinni þar sem amma og afi
bjuggu. Þetta líkan hannaði Þorsteinn frændi og uppfærði sjálfur á hverju
ári og gaf mér svo í jólagjöf. Þetta var mjög sérstök útgáfa því nú fyrst gat
maður farið upp á háaloft og skoðað gömul klámblöð sem lágu á víð og
dreyf um gólfið, en til þess þurfti maður reyndar lykilorð sem hægt var að
finna undir gamla kaffiborðinu. En enginn vissi af þessum frábæra felustað
nema ég og Steini frændi. Auk þess var nýr fítus í fjárhúsunum, allar
kyndurnar höfðu fengið sinn sérstaka jarm-hljóm en í raun fannst mér þær
allar hafa sama hljóminn nema kannski hrúturinn og gimbrarnar (lömbin).
Svo voru þær misjafnlega gæfar og stiggar og þar allt fram eftir götunum.
Fyrir tvem árum var setti Steini inn leik sem hægt var að spila í
fjárhúsunum og hét gegningar, og eins og nafnið gefur til kynna þá átti
maður að gefa kyndunum á sem skemmstum tíma. Ég var alltaf efstur á
Hall of Fame. Annað var nú ekki hægt að gera í húsunum en Steini ætlar
sér að setja inn smala-leiðina svo hægt verði að smala á fjall. Mig hlakkar
til. En það sem er nú eitt helsta sportið í þessu öllu saman eru vopnin sem
Steini uppfærir á hverju ári. Í ár var það gamla haglabyssan hans afa sem
var með útskornu tréskafti, einnig var hægt að skera hitt og þetta með
hnífasettinu hennar ömmu, t.d. var hægt að skrapa lakkið af bílnum, og
síðast en ekki síst var hægt að velja úr um fjölda heimatilbúna
handsprengja sem voru nú aðalega úr vatni og bökunar geri. Ein öflugasta
sprengjan var samt úr olíu og einhverju fleiru en hún er fræg úr
matarboðinu fyrir nokkrum árum en þá bjuggum við frændurnir til þessa
sprengju og svo sprakk hún í hlöðunni. Þrýstingurinn var svo mikill að
rúður sprungu og hvellurinn fældi kyndur, hesta og hunda frá bænum. Eini
gallinn við þetta líkan er nú aðalega sá að ekki er hægt að sjóta kyndurnar
eða skera, svo vantar fólkið líka. “Gaman væri að hitta þig í húsunum” segi
ég alltaf við Steina, og alltaf svarar hann á sama veg: “Kemur næst
drengur, kemur næst”, svo heldur hann áfram að totta pípuna sína.
Reyndar vantar hana líka í leikinn, þar að segja pípuna, en líklega væri
hún gagnslaus. Jú annars, kannski maður gæti keppt við tímann í
pípuhreinsun.
Hrafnkell Sigurðsson (Chello)