Ég horfði á vegginn gagnrýnum augum. Eins og ég hataði hann. Ógeðslegur, hvítur veggur sem hafði getað gert Freud geðveikan. Hvern andskotinn var ég að gera hérna hvort eða er.
Það leið ágætis tíma áður en ég nennti að standa upp. Vissi ekkert hvert ég var að fara en ég hélt bara áfram. Í skóna og út…… Ég gekk rólega niður götuna. Ég hlít að hafa litið út fyrir að vera mjög yfirvegaður…. brosti framan í einhverjar gamlar kellingar og fékk samstundis nístandi hausverk. “Þú átt skilið að deyja” hugsaði ég hátt í hausnum á mér og einblíndi á gráa gæs sem vaggaði niður túnið eins og feitur viðskiptaplebbi á Wall street. Þetta var ekki góður dagur.
Ákvað að breyta aðeins til og sast á mjög grænan bekk. Ave Maria hljómaði stöðugt í hausnum á mér. Hugsaði um að hrækja á jörðina. Hætti við á síðustu mínutu, en of seint…… slefið var komið hálfa leið út og lak svo niður hökuna mína. Glætan að ég nennti að þurrka það.
Ég hafði getað drepið flugu fyrir sígó og rölti því yfir að sjoppunni. Hópur að mjög furðulega litlum manneskjum stóð fyrir utan og var flott eins og því væri borgað fyrir það.
Glotti í áttina að mér. Ég hló …….

Arnar vaknaði og leit upp á þennan ljóta, hvíta vegg fyrir framan sig…….. tárinn streymdu niður vanga hans….