Mig langar að vekja athygli ykkar sem eru að skrifa að opnað hefur verið vefsvæði sem hugsað er sem umræðuvettvangur fyrir höfunda. Tilgangurinn er að þarna geti fólk skráð sig og lagt svo inn sögur, bæði stuttar og langar, sem og greinar og annað efni og látið aðra höfunda gagnrýna það.

Gagn þess að láta gagnrýna skrif sín svo maður geti bætt og breytt er ómetanlegt og til þessa hefur ekki verið neinn eiginlegur vettvangur til þess hér á landi, amk ekki neinn sem opinn hefur verið almenningi.

Starfsemi rýnigrúppunnar hefur ekki hafist ennþá en ég vil hvetja ykkur til að skrá ykkur á síðunni svo við getum látið ykkur vita þegar allt fer á fullt.

Auk gagnrýni á skrif mun þarna einnig verða að finna í tímans rás æfingar, ráð og greinar fyrir höfunda sem og tengla á gagnlegar síður og umræðuvettvang.

f.h Rithrings,

Sigrún.