Einu sinni var lítil stelpa sem hét Ella hún átti heima í stóru húsi
sem hét Stóribær..Stjúpa hennar Ellu hét Illaug og Pabbi hennar Lómur.
Dag einn sagði stjúpa við Ellu “Æi Ella mín farðu nú út í Dimma skóg og
týndu svolítið af bláberjum fyrir mig ég á nefnilega von á gestum í kvöld
og langar mig afskaplega mikið að gefa þeim skyr með stórum bláberjum
úr Dimmaskógi”.En stjúpa stóri ljóti úlfurinn er kannske út í dimmaskógi
og ég er svo voða hrædd við hann sagði Ella. Vertu nú ekki að þessu
hnjóðski rýjan mín og habbaðu þér barasta af stað og taktu með þér stóru
körfuna hennar ömmu þinnar.

Blessað barnið hún sendi af stað
ber og sveppi að tína
stjúpunni þótti ekkert um það
þótt barnið sýndi hræðslu sína

Farðu og tíndu berin krakka kerti
komdu ekki heim fyrr en karfan er full
annars færðu ad kenna til í sterti
svona enga leti og hræðslubull.

Ella littla lötraði af stað
og lættist inn í skógarþykknið
stjúpa sló á lærið og hafði gaman að
að hvelja svolítið pabbastelpu yndið.

Ansans er ég úrillur úfin og svangur
sagði úlfurinn við sjálfan sig
og teigði sig svona ógnarlangur
í mallan eitthvað gott ég verð að finna fyrir mig

Það er frá Ellu að segja
að körfu fulla hafði hún tínt
og ákfeðið aldrei aftur að þegja
og segja pabba hvað sjúpa hefði hana pínt.

nú börnin eiga að fara að sofa
á morgunn heldur afram þessi saga
svo þið getið sofið ég skal ykkur lofa
að Ella littla lendir ekki í úlfamaga.


Jæja krakkar nú var farið að dimma og bráðum komið kvöld.Aumingja Ella
var orðin pínulítið hrædd og óskaði sér að pabbi Lómur væri nú kominn
til að hjálpa sér að bera þunga berjakörfuna heim. Það gat nú ekki
gengið þar sem Pabbi Lómur var ennþá að vinna yfir í Laugbæ, en svo
hét lítið þorp hinu megin við Dimmaskóg. Þar varð blessaður kallinn að
þræla dag og nótt í sokkabandaverksmiðju nokkuri svo Illaug stjúpa
fengi nóg af aurum til að halda sínar kvöld veislur.Einmitt þetta kvöld
varð hann að vinna langt fram á nótt vegna þess að Illaug kærði sig ekkert
um að hafa karlinn í veislunni og hafði þessvegna beðið verkstjórann hans
að láta karlskömmina þræla og púla helst fram á rauðan morgunn.

Sokkabönd ég alla daga sauma
stúrinn og lúinn ég neyðist til
því peningafrek og löt er hún Lauga
líklega of mikklu ég undir hana myl

Æi að ég skyldi taka í hús mitt þessa skessu
sem í Ellu minni stöðugt þjasar og fjasar
nú geri ég eitthvað í máli þessu
hér í sveit verður bráðum hasar.

Hvar skyldi hún Ella mín vera
karlinn lómur fór að hugsa
sjálfsagt þungar byrði að bera
því ekki leyfir stjúpa henni að slukksa.

Auminginn er kanski út í dimmaskóg
að tína ber fyrir Laugu skessu
nú er komið alldeilis nóg
ég verð að fara og bjarga þessu.

Úlli langi þið munið ljóti úlfurinn í dimmaskóg var nú glaðvaknaður og
tilbúinn að fara og veiða sér í svanginn. Aha sagði hann ég heyri eitthvað
þrusk þarna hinu meginn við lækinn bak við bláberjarunnana.Best að gá hvað
þar er að sjá. Úlli úlfur fór í stígvélin sín með ofanálímingunum og óð
svo varlega yfir lækinn.Enn hvað haldið þið var ekki Silli silungur á
kvöldsundi einmitt á sama stað og Úlli óð yfir lækinn Silli vissi strax
hver var þarna á ferðinni vegna þess að stígvélin hans Úlla voru öll stag
bætt með gljáandi leðurroði af laxa föðurbróði hans sem hafði lent í
maga úlfsins fyrir nokkrum vikum þegar hann var að elta vatnaflugur
í Bárnavík ekki svo langt frá greni Úlla.Fyrr um daginn hafði Silli
séð Ellu littlu þar sem hún speglaði sig í vatnsfletinum öll bólgin
og blá af flugnabitum. Hvör skollinn ég er viss um að Úlli ættli sér
að reyna að finna Ellu littlu og éta hana með kvöldmjólkinni.Nú voru góð
ráð dýr hugsaði Silli og þeyttist niður lækinn á sínu hraðasta sporðsundi
heim til sín uggaði upp símann og hringdi í Bleik bróður sinn sem bjó
í stóru tjörninni þar sem lækurinn endaði beint fyrir framan gluggann
á sokkabandaverksmiðjunni í Laugabæ. Svo heppilega vildi til að Bleikur var
heima að borða kvölmatinn sinn bobbinga og smárækjur þegar Silli hringdi. Silli bað Bleik óðamála
að reyna að hafa samband við Lóm Ellupabba og láta hann vita af hættunni sem Ella
var í. Bleikur brást ekki bróður sínum reif af sér smekkinn kallaði á vinnumennina
sína og bað þá um að ná í vatnahestinn út í haga meðan að hann Bleikur gerði
Lómi viðvart.Lómur var einmitt á þessari stundu að klára kvöldkaffið sitt á
tjarnarbakkanum þegar Bleikur stökk upp úr vatninu beint ofan í kaffibollann
hans og hrópaði Úlli ulfur ættlar að borða Ellu þú verður að koma með mér
á vatnahestinu upp í dimmaskóg og bjarga henni. Lómur þeyttist á lappir hoppaðu
á bak vatnahestinum sem vinnuálarnir voru komnir með og öll hersinginn fleytti
kerlingar upp eftir læknum svo hratt fóru þau í áttina að Dimmaskóg.Á sömu stundu
var Úlli kominn yfir lækinn og læddist nú í áttina að bláberjarunnanum þar sem Ella littla
sat grátandi og tínd og alein.


æI bara að Pabbi væri kominn
að bjarga veslings mér
ég er öll svo lúinn og dofinn
að tína öll þessi ber

Kannski kemur úLLi úlfurinn ljóti
og reynir að éta mig
nema pabbi á skömmina skjóti
svo úlli verði hræddur og pissi í sig.


Jæja krakkar Ellu varð að ósk sinni, þegar Úlli úlfur sá Lóm Ellu pabba með saumnálina
á lofti koma æðandi upp lækinn, varð hann svo hræddur að hann hreinlega missti allt í
stígvélin og flúði skömmóttur heim með skottið á milli hnjánna.

Í næstu bók sjáum við til hvað verður um Laugu stjúpu (þið munið vondu kerlinguna)