-Svo martröðin heldur allaf áfram?
-Já, alltaf eins, hestur hneggjar, brothljóð þá sé ég rautt og síðan heyrist endalaust bíl flaut þangað til að ég vakna.
-Allt sem ég get sagt þér er að þetta bendir allt til þess að þú hafir orðið fyrir alvarlegu áfalli þegar þú varst ung.
-Eins og ég hef sagt áður þá kemur mér bara eitt til hugar og það er þegar Pabbi dó. En ég man ekki einu sinni hvernig það gerðist.
-Þetta er mjög dular…..
Sálfræðingurinn náði ekki að klára setninguna þar sem vekjaraklukka hringir.
-Það lítur út fyrir að við höfum ekki nægan tíma í dag en ég skal athuga hvenær ég er laus.
Sálfræðingurinn stendur upp úr stólnum og gengur að skrifborðinu sínu. Hann tekur upp dagbók áletraða með nafninu hans í gullnum stofum, Friðrik Ágústsson. Hann opnar bókina varlega og sest í stól fyrir aftan skrifborðið og leggur dagbókina á borðið um leið og hann bendir konunni að setjast í stólinn gegnt sér.
-Ég er laus klukkan 17:00 á þriðjudaginn, það er eftir fjóra daga.
-Ég held að það hljómi bara vel. Segir konan sem er með mikla bauga undir augunum og er klædd í viðan íþrótta galla, hún hefur greinilega ekki haft tíma til að snyrta sig eða er alveg sama. Friðrik býr sig undir að skrifa nafnið í dagbókina –Bíddu, var það ekki Sigríður..
-Halldórsdóttir. Klárar Sigríður fyrir hann.
-Við sjáumst þá bara þá.
Friðrik stendur upp og Sigríður gerir slíkt hið sama, hún gengur á undan að stórum tvoföldum viðardyrum og Friðrik gengur fyrir aftan hana. Það er greinilegur hæðar munur á þeim og ekki bætir úr skák að Sigríður gengur álút og með hendurnar inn í ermunum, vinstri í hægri erm og öfugt. Hún lykur upp dyrunum og gengur í gegnum biðstofuna út á gángstéttina, á sama tíma og Friðrik kallar að Gunnar Fozzberg sé næstur. Sigríður gemgur upp á strætóstoppistöð en hún hefur aldrei getað keyrt bíl, hún fær alltaf einskonar kvíðakast um leið og hún er sest upp í bílinn. Af einhverjum ástæðum getur hún samt setist upp í strætisvagn, það er eitt af því undarlega í þessu öllu saman.
Strætisvagnin rennir upp að skýlinu, hann er tveim mínútum of seinn samkvæmt klukku Sigríðar. Þegar inn í vagninn er komið gengur Sigríður aftast í vagninn og ætlar að setjast í sama sæti og hún hefur alltaf setið í en það situr maður í því, að vísu er laust sæti við hliðina á honum en hann er sofandi og Sigríður vill ekki vekja hann svo hún fer aftast og stendur. Á næstu stoppistöð stendur maðurinn upp, Sigríði hefði svo sem ekki fundist það neitt skrítið ef maðurinn væri ekki ennþá sofandi, hann er að ganga út en misstígur sig í tröppunum sem leiða út úr strætónum og dettur þá leggur bílstjórinn af stað á ný en Sigríði sýnist að maðurinn hafi vaknað við byltuna þegar hún horfir út um aftur gluggann á bílnum og maðurinn hristir höfuðið af undrun og leitar að skilti sem segði honum á hvaða götu hann er.
Á næstu stoppistöð fer Sigríður út. Hún er djúpt hugsi og gengur beint út á götuna og þvert fyrir bíl sem snarhemlar, en allt í einu finnst Sigríði að það hægist á öllu og bíllinn stöðvast rétt fyrir framan hana samt sem áður var ekki möguleiki að bíllinn hefði getað stöðvast svo fljótt og maðurinn sem er inn í bílnum hefur líka stöðvast. Hann er með lokuð augu og hefur tekið hendur af stýrinu og sett þær fyrir andlitið á sér. Hún lítur í kringum sig og tekur eftir því að fólk á götun er stopp, gamall maður er í loftinu eftir að hafa runnið og dottið í hálku. Hún tekur líka eftir því að það hefur byrjað að snjóa og það er snjókorn við hliðina á henni, hún tekur það og skoðar það gaumgæfilega en setur það aftur á sinn stað. Hún finnur líka eitthvað í úlpuvasa sínum sem var þar ekki áður svo hún dregur bleikan prjóna vettling af vinstri hönd og setur hana varlega ofan í vasann og dregur upp gamlan tréhest og man þá skyndilega allt:

Það var á jólunu þegar hún var bara fimm ára og faðir hennar gaf henni þennan hest. Það var kennski ekki mikið en samt það besta sem hann hafði nokkurn tímann gefið henni, það eina sem hann hafði nokkurn tímann gefið henni. Hún man að pabbi hennar var mikill drykkjumaður hann lamdi samt hvorki hana né mömmu hennar og var aldrei leiðinlegur. Hann eyddi bara alltaf öllum peningnum sínum og mömmu hennar í áfengi. Hún man líka eftir því þegar hann dó. Það var rétt eftir að hann hafði látið hana fá hestinn, hann var mjög drukkinn en fer samt út og ætlar að keyra hann vissi ekki hvert hann ætlaði bara að keyra. Hún man eftir því að hafa staðið í dyrunum og vinkað á eftir honum. Hann settist upp í bílinn og keyrir niður af gangstéttinni og gefur mikið í hún man ekkert meira bara eftir að hún heyrði gler brotna og svo langt bílflaut.

Eftir þessa stund af minningum glottir Sigríður, öll vandamál hennar eru leyst, með einum tréhest. Hún leggur tréhestinn á húddið á bílnum og ætlar að ganga burtu en á skotstundu fer allt á venjulegan hraða aftur og bíllinn klessir harkalega á hana og tréhesturinn fer af miklu afli inn í vanga hennar. Bíllinn staðnæmist en Sigríðu liggur á jörðinni og það blæðir úr vanganum þar sem hesturinn er enn fastur, þá fattar hún allt, auðvitað er allt fullkomið þegar maður deyr af hverju að deyja þegar allt er í molum, ef allt er fullkomið þá er ekkert að laga.
!shamoa maaphukka!