Blaðið fyrir framan mig var jafn tómt og tilvera mín, áður en ég
reit þessar línur. Hjartað mitt er sundurrifið og flakandi í sárum,
lífshjólið hefur hægt á sér um heilan snúning. Hugsanir mínar eru huldar
dimmri móðu og verða æ dekkri og sljórri við hvern snúning. Þær munu draga
mig þrjú fet undir móður jörð,ef ég ekki beini huganum inn á bjartari brautir
í stað þess að lifa í hugarheimi aftur í einskisverða fortíðina. Þótt
hún væri björt í eina tíð, þá hefur skuggi kvalræðis og svikaloga ástarinnar
máð út það fallega og bjarta, en skilið eftir sig hinar hroðalegustu
sálarkvalir. É g reyni hvað ég get að gleyma. Flýja myrkrið,sem hrjáir mig
og dregur úr mér allan mátt og megin. Enn fortíðin hefur yfirhöndina og
dregur mig æ dýpra og dýpra niður í djúp endurminninganna.
Hjartað blæðir og sárin verða stærri og stærri. Sem þú ein, er varðst
þeirra valdandi getur grætt, en græðir ei. Ég dey, ég dey, er deyjandi.
DÁINN.++++++++++++++++
Já ég er dáinn og grafinn, það er að segja
mitt vesæla efniskennda hold. En minningin um áðurverandi jarðneska tilveru
mína varð ekki grafin. Hún lifir ennþá einhversstaðar djúpt í undirmeðvitund
þinni. Sál mín flögrar um mannheima í breyttum hugsunarhætti og tilfinningasnauð.
Nú skal þitt að þjást og blæða. Ég gref mig inn að hjartarótum þínum
og kippi í klukkustrengi þess liðna, vek þig úr svefnhöfga eigingirndarinnar
og sjálfselskunar, svo þú megir öðlast skilning á misgjörðum þínum, þjást
mín vegna. Nú er of seint að krjúpa við gröf mína og beiðast fyrirgefningar.
Ég er dáinn,veiti ekki fyrirgefningu. Heldur skaltu fá að ganga sama
kvalræðisveginn og ég, skref fyrir skref að hliði dauðans.
Því þú tekur ekkert án þess að gefa í staðinn.