Jæja, hérna er eitthvað sem allavega ég hef beðið eftir!
Alvöru smásagna og ljóðakeppni! En því miður er þetta bara fyrir krakka á aldrinum 10-13 ára! :( Keppnin hefur örugglega verið auglýst í flestum skólum hér á landi en ef ekki þá sjáið þið það bara hér!!

Bréfið skal merkjast svona: Æskan
Ljóða og smásagnakeppni
Stangarhyl 4
110 Reykjavík
Fullt nafn þarf að fylgja, heimilisfangog símanúmer og geta skal um fæðingardag og ár.

Skilafrestur 15.jan n.k.

1. verðlaun eru:Gisting á Eddu og flugleiðahótelum í fimm nætur með morgunverði (bara fyrir vinningshafann og foreldra hans, asnalegt en samt)
2.verðlaun eru:Ferðatæki m/útvarpi og geislaspilara
3. verðlaun eru:Tvær bækur og geisladiskur
Og aukaverðlaun: bók eða geisladiskur

Hármark 3 ljóð og 3 sögur

Þetta gæti verið spennandi fyrir þá sem vilja verða rithöfundar eða þá sem þykja vera góðir pennar, plús forsetinn afhendir manni verðlaunin! ;) Vonandi gerði ég eitthvert gagn með að senda þetta inn!

kv. KristaB