Einu sinni var blá kanína sem hét Þórður. Honum var oft strítt vegna þess að hann var blárri en hinar kanínurnar og að hann gat talað mannamál. En einn daginn var hann orðin svo leiður á þessu að hann flutti úr skóginum, og lagði af stað út úr skóginum. Þegar hann hafði labbað svona 5 km. rakst hann á bóndabæ, þetta var svona lítið timburhús með stórri flöt, fjósi og fullt af dýrum. Honum leist bara mjög vel á þetta og ætlaði að skoða hann betur. Þegar hann var kominn fór hann inn í húsið, þar var enginn, svo fór hann að flötinni og þar sá hann gamla viðkunnalega konu sem var að kemba hestunum. Og honum leist bara alltaf betur og betur á þennan bæ, og svo loks fór hann inn í fjósið og þar var gamall og viðkunnalegur karl sem hlaut að vera bóndinn að gefa hænunum að éta. Þá gekk Þórður til hans og pikkaði í hann og sagði “Halló mætti ég búa hjá ykkur, allir eru svo vondir við mig í skóginum og mér er alltaf strítt”. Og þá sagði bóndinn já auðvitað við tökum að okkur oft og reglulega að okkur kanínur og önnur villt dýr, þá varð Þórður í sjöunda himni vegna þess að nú hafði hann fengið heimili.
Endir.