Klukkan er orðin margt, veðrið er brjálað.
Ég er einn eftir, allir félagarnir farnir.
Aleinn berst ég fyrir lífinu í brimburðinum.
Ætli þetta verði máski mitt síðasta sund…
Jú, ég á ekki möguleika.
Ég er einn eftir, allir félagarnir farnir.
Engin von um björgun upp úr þessu…
Ég hugsa um hvað ég gæti gert væri ég í landi.
Ég gæti verið að borða jólamat með fjölskyldunni.
Í hlýju og fínu íbúðinni sem ég og unnustan vorum að kaupa.
Hvað verður um fjölskylduna án mín?
Synir mínir tveir verða föðurlausir.
Elskan mín verður að fara að vinna úti frá þeim.
Hugsanlega þurfa þau að fara á féló.
Þetta verða sennilega mínar seinustu hugsanir.
Þrek mitt fer þverrandi…
Félagarnir eru nú þegar farnir,
allir með tölu að ég held
Stormurinn styrkist!
Hvað á þetta að þýða? Vindurinn…
Vindurinn blæs lóðrétt!
Ég sé ljós fyrir ofan mig, svo sterkt…
Það er svo sterkt ofan úr himininum.
Held það hljóti að vera himnaengill…
Ég heyri þrumulegt hljóð, ærandi hljóð.
Er guð að bjarga mér?
Nei, það getur ekki verið.
Ég hef ekki sótt kirkju síðan um jólin…
Þar síðustu jól!
Lífsskeiðið rennur á hraðaspani um kollinn minn.
Ég sé skugga koma úr ljósinu.
Dökkur skuggi í mannstærð svífur fyrir ofan mig.
Hann stækkar og stækkar…
Skyldi þetta vera djöfullinn kominn að sækja mig?
Ég öskra: ,,ÉG LOFA AÐ SÆKJA KIRKJU TVISVAR Í MÁNUÐI!''
Þá heyri ég dimma karlmannsrödd: ,,Þú segir það já, það var nu gott.''
Ég finn sterka þreifara verunnar læsast um mig.
Ég veit ekki hvort ég eigi að streitast á móti…
En það væri hvort eð er vonlaust, ég er að örmagnast.
Ég sé á höfuði verunnar ritað TF-LÍF!
Þetta er Líf! Lífið er að sækja mig!
Ég lyftist úr mardýpinu hægt og rólega.
Ég finn ekki lengur fyrir sjónum, bara…
Bara vindinn stöðuga og lóðrétta
Hlýleg rödd segir vid mig: ,,Slakaðu bara á, allt reddast.''
Ég er lagstur nakinn inn í hlýtt teppi…
Í rúmri handleggsfjarlægð sé ég vin minn liggja
Hann er hreyfingarlaus og náfölur…
Ég hvísla til hanns: ,,Okkur hefur verið bjargað!''
Ekkert svar…
Hann er sofandi hugsa ég…
Best er að leyfa honum að sofa, honum virðist ekki veita af
Mér er gefinn heitann bragðlausann vökva og sagt að slaka á
Ég er strax farinn að hlakka til þess að hitta fjölskylduna…
Fjölskylduna finnst mér ég ekki hafa séð í aldaraðir!
Ég er á heimleið ásamt vini mínum, besta vini mínum
Hann trúlofaðist í síðustu viku
Samt skil ég ekki afhverju hann er svo náfölur og hreyfingarlaus.
Hann hefur verið svo litsterkur og brosandi síðan hann…
Hann trúlofaði sig og tilkynnti barnið sem þau eiga von á.
Það var einmitt þessvegna sem hann tók þennan aukatúr með mér
Hann er að safna fyrir íbúð handa framtíðarfjölskyldu sinni…
Nú erum við lentir á Landspítalanum.
Við erum settir í sjúkrarúm, ég fyrst.
Afhverju ég fyrst, hann virðist verr á sig kominn…
Það er hlaupið með mig inn, en honum er bara rúllað hægt…
Hægt og rólega í aðra álmu.
Ég kalla: ,,Flýtið ykkur! Hann þarfnast aðhlynningar!''
Mér er svarað: ,,Hugsaðu bara um sjálfan þig núna…''
,,Hafðu ekki áhyggjur''
Þá skildi ég…