Einhverja fallegustu sjón sem ímynda sér má, var að sjá á fjórðu hæð í Álfheimunum. Þar bjó Lísa, Lísa í Álfheimunum eins og hún var kölluð. Lísa var fallegasta stelpan sem nokkur drengur gat ímyndað sér. Hann var ekki til sá strákur í öllum Álfheimunum sem ekki sofnaði með hana í huganum.
En nú lá hún alsnakin á rúmi sínu hlustandi á Bítlana syngja Mrs. Robinson. Hún hafði stillt spilarann á replay og lækkað niður á hið lægsta sem greina mátti. Hún lá þar ein alsnakin á rúmi sínu og varð að hafa sig alla við til þess að heyra tónlistina.
Hún hugsaði sem svo að hún hlyti að vera sorgmæddasta og vessælasta lífveran í þessu sólkerfi. Eflaust hefur það verið satt hjá henni.
Lísa hafði nefnilega farið á nyársball með kærasta sínum. Kærasti hennar var álitinn besti og fallegasti nemandinn í sjötta bekk Menntaskólans í Reykjavík. Allir sem bjóu í Sólheimunum eins og hann þekktu hann og dáðust að honum. Hann hefur gengið undir viðurnefninu ,,Undradrengurinn´´ allt frá því hann sigraði í Stærðfræðikeppni grunnskólanna í áttunda bekk.
En á þessu nyársballi, þessa köldustu vetrarnótt sem Lísa hafði nokkru sinni vitað, bað ,,Undradrengurinn´´ hana um að koma út og líta með sér á snjóinn. Lísa spurði hvort hann væri genginn af göflunum að ætla út í þetta aftakaveður. En hann svaraði því að jeppi pabba hanns væri fyrir utan og þar væri bara kósí að sitja og horfa á veðrið.
Hún setti á sig úlpuna hanns og hljóp út í jeppann. Þegar út í jeppann var komið byrjuðu þau að kyssast í rólegheitum eins og þau voru vön að gera. Lísa hugsaði sér hve ótrúlega heppin hún var að vera að kyssa þennan undradreng.
Henni fannst hún vera hamingjusamasta og lukkulegasta lífveran í þessu sólkerfi. Eflaust hefur það verið satt hjá henni. Hún var með þessa hugsun í huga þegar hún fann allt í einu hönd hanns stingast niður í nærbuxurnar hennar. Henni brá svo rosalega að hún rak upp öskur svo hátt að hann sló höfði sínu upp í þak af undrun. Hann spurði með reiðistón hvað væri eiginlega að henni og hún svaraði án þess að líta á hann:,,Ég er ekki tilbúin.´´ Hann hreytti til baka:,,Hvað ertu að meina að þú sért ekki tilbúin? Þú ert sextán ára og við höfum verið saman í hálfan mánuð án þess að ég hafi gert neitt!´´ Hún sagði honum að keyra sig heim á stundinni, hún þyrfti að vera ein til þess að hugsa. Þau keyrðu steinþögul gegn um storminn án þess að skiptast á orði. Þegar í Álfheimana var komið sagði hann að það væri óþarfi að hringja í sig á morgun eða þar á eftir. Hún kallaði til baka að hið sama ætti við um hann.
Hún barðist grátandi gegnum snjóstorminn, fram hjá tréi sem hafði fallið í vindinum, og alla leið að stigaganginum. Hún hljóp upp í íbúðina, læddist inn í herbergi, fór úr kjólnum og öllu. Lagðist svo á rúmið með Bítlana á fóninum. Hún leit út um gluggann og út á storminn sem var svo mjallahvítur og fallegur, séður innan úr hlyja herberginu. Snjórinn var svo hreinn og hlaut að geta hreinsað burt allar sorgir hennar. Hún læsti herberginu, setti tónlistina í botn og gekk að glugganum. Hún opnaði gluggann og braut öryggislásinn. Lísa klifraði upp í gluggakistuna og stóð þar nakin horfandi á snæviþakta heiminn. Snórinn barði líkama hennar og henni fannst hún hlyti að geta flogið. Flogið inn í betra líf í öðrum heimi heldur en Álfheimunum. Skyndilega heyrði hún bank á hurðinni og rödd ömmu hennar segja:,,Er ekki allt í lagi Lísa mín?´´ Lísa hafði steingleymt því að amma hennar hafði gist í íbúðinni yfir helgina meðan foreldrar hennar voru í London.
Hún ætlaði að hætta við og fara niður af gluggasyllunni til þess að eiga tal við ömmu. En hún áttaði sig ekki á því að snjór hafði safnast á sylluna og skrikaði því fæti og datt út. Hún hrapaði á ógnarhraða niður eina hæð á eftir annari. Það eina sem hún gat hugsað var það hve hratt hún félli. Hún skall niður í jökulkaldann snjóinn. Hvílíkur sársauki í hverri taug líkamans. Hún áttaði sig á því að hún hafði ekki dáið. Hún var á lífi en gat sig hvergi hreyft.
Lísa lá í snjónum alsnakin a bakinu grátandi hljóðlega. Vindinn hafði lægt og þessi fallega vetrarnótt hafði tekið við með fallegri hægri snjókomu eins og í kókauglysingu. Smám saman safnaðist snjóþekja sem huldi líkamann hennar. Lísa fann hvernig augu hennar þyngdust og eina hugsun hennar var sú hvernig þetta yrði fyrir ömmu hennar.
Smám saman fann hún fyrir minni og minni sársauka og það lá við að henni liði vel þegar hún sofnaði.



Morgunblaðinu degi síðar:

Sextán ára stúlka fannst látin fyrir utan blokk í úthverfi Reykjavíkur. Talið er víst að um sjálfsmorð hafi verið að ræða. Ekki er hægt að greina frá nafni stúlkunnar að svo stöddu.