Ásgrímur var ekkert voðalega vinsæll maður. Hann var eiginlega hálf sorglegur einstaklingur. 27 ára maðurinn og bjó enn þá inni á mömmu sinni sem verslaði enn þá fötin fyrir hann í Hagkaup. Ásgrímur hafði heldur aldrei verið við kvenmann kenndur hvað þá karlmann og eftir grunnskóla fór Ásgrímur að vinna í sláturhúsi bæjarins þar sem mamma hans var einnig að vinna og honum líkaði bara vel. Hann naut þess að horfa á kjötskrokkana og skemmtilegast fannst honum þegar honum var gefið það verkefni að skera niður skrokkana og skemmtilegast var að vinna við kótilettuvélina. Hann örvaðist kynferðislega við það að heyra hljóðin í vélinni þegar hún hjó í skrokkinn og á meðan horfði hann á Ásdísi á vélinni á móti. Ásdís var ósköp vingjarnleg og falleg stelpa. Með brúnt, sítt liðað hár og möndlulaga brún augu og brosið vá! Það hafði engin stúlka brosað til Ásgríms eins og hún gerði, reyndar hafði engin stúlka brosað til hans að hann mundi fyrir utan mömmu hans. Ásgrímur hafði lengi hugsað um Ásdísi og velti því oft fyrir sér hvernig það væri að snerta hana og kyssa, hann hafði aldrei prófað neitt slíkt og var orðinn ansi óþreyjufullur með sína uppsöfnuðu greddu.
Ásdís var hinsvegar hjartgóð og vorkenndi Ásgrími því hún vissi að hann átti enga vini og hún var einu sinni lögð í einelti í gamla bæjarfélaginu sínu þannig að hún vissi hvernig það var að vera utangátta. Þess vegna ákvað Ásdís að bjóða Ásgrími í 20 ára afmælið sitt.
Ásgrímur og mamma hans sátu inn í stofu eftir erfiða vinnuviku og horfðu á Glæstar vonir þegar skerandi símhringing truflaði innlifun þeirra inn í heim ríka og fallega fólksins. Þau litu á hvort annað, þetta hlyti að vera einhver að reyna að selja eitthvað því að Jóna frænka hringdi bara á jólunum.
-Ásgrímur það er síminn til þín
-Til mín?
-Já einhver mjög kurteis stúlka, hún segist heita Ásdís.
Ásdís! Hjartað í Ásgrími tók kipp, af hverju skyldi hún vilja hringja í mig? Spurði hann sjálfan sig.
-Halló
-Ásgrímur, hæ þetta er Ásdís þú veist hver ég er?
-Ömm…. já… stelpan í vélinni á móti…
-Já mikið rétt, ég var að velta því fyrir mér hvort þú vildir koma í afmælið mitt í kvöld? Ég ætla að hafa smá partý fyrir vini mína og einhverjir af vinnufélögunum koma líka.
-Hmm……..mmmm….jaaaáá já…. Hvar áttu heima? og klukkan hvað er það?
-Grænivegur 5 kl 21, sjáumst við þá?
-Já bless
- Bæ bæ
Ásgrímur var meö öran hjartslátt, hann trúði þessu ekki og hann velti því fyrir sér hvort hann ætti að þora að mæta en ákvað svo að láta drauminn rætast! Í kvöld skyldi hann fá Ásdísi hvað sem það kostaði, hann skyldi! Hún var greinilega æst fyrir honum fyrst hún brosti svona til hans og fyrst að hún vildi fá hann í afmælið sitt. Vá hann hafði ekki farið í afmæli síðan hann var 9 ára en þá pissaði hann í sig þegar hann átti að vera hann í köttur og mús þannig að allir krakkarnir fóru að hlæja og Ásgrímur hljóp grátandi heim. En í kvöld skyldi hann sko vera harður nagli. Hann klæddi sig í bestu fötin sín, eiturgular flauelsbuxur og rauðköflótta skyrtu og á leiðinni kom hann við í blómabúð og keypti fölbleika rós handa Ásdísi. Ásgrímur kunni sig nú alveg eftir allar rómantísku gamanmyndirnar sem hann og mamma hans höfðu horft saman á en þær voru þeirra helsta áhugamál.
Ásgrímur skalf í hnjáliðunum þegar hann hringdi dyrabjöllunni, ómur af hárri rokktónlist heyrðist út á götu og Ásgrímur var næstum búinn að snúa við en þá hugsaði hann. Ég get það! Ég get það!
-Hæ Ásgrímur komdu inn!
-Haaaæææ…. til hamingju með afmælið.
Og svo rétti hann henni rósina..
-Takk! Sagði hún og kyssti hann á kinnina…
Vá… hvílíkt og annað eins.. hún vildi virkilega fá hann.
Ásgrímur settist inn í stofu hjá vinum Ásdísar, þarna voru sko laglegar stelpur, en hann vildi bara fá Ásdísi…Hann horfði á fólkið tala saman sem alltaf varð meira og meira drukkið
en lét lítið fara fyrir sér, Ásgrímur vildi ekki drekka, mamma hans sagði honum að hann ætti ekki að gera það og hann hafði hvort eð er engan áhuga á því. Allt í einu heyrir Ásgrímur eina stelpunum æpa yfir allt. - Ha ha afmælisbarnið er búið að drekka of mikið, Ásdís er dauð á gólfinu. Er einhver edrú hérna sem nennir að drösla henni upp í rúm? Enginn annar en Ásgrímur var edrú þannig að augu allra beindust að honum. Ásgrímur stóð upp og hjálpaði Ásdísi að rísa upp en hún var hálf meðvitundarlaus, svo dröslaði hann henni upp í rúmið hennar. Vá hvað hún er falleg, hann stóð yfir henni og starði á hana. Allt í einu opnaði hún augun og fór að hlæja..- Ásgrímur… kysstu mig! Svo hló hún enn þá meira, Ásgrímur gerði eins og honum var sagt og skrítið bragð af tungu Ásdísar fyllti munn hans, þetta var alls ekkert sérstakt, hann fann ekki fyrir neinu… Hann yrði að skera hana niður í bita ef það ætti að vera gott.