BÚLEMÍA.

Ég stari ofaní klósettskálina, reyni að þvinga sjálfa mig til þess að kasta upp. Ég er með þvílíkt samviskubit. Ég var að borða og mér finnst sem ég finni matinn vaxa utaná mér. Ég verð að kasta öllu upp, get ekki leift þessu að vera í líkama mínum og afmynda hann svo. Ég sting puttanum ofaní kok og kúgast. Það kemur lítið sem ekkert upp. Mér finnst sem líkami minn sé að mótmæla þessum aðgerðum mínum, sem hann sé að segja, ég vil fá mat, en ég vil ekki leifa honum að fá mat. Ég má ekki fitna. Ég verð að losa þennan viðbjóð úr maganum. Ég treð tveimur fingrum ofaní kok og reyni að kasta upp. Ég finn hvernig þrýstingurinn á höfuðið eykst og ég finn hvernig matarleifarnar teppa öndunina hjá mér á leiðinni upp. Ég virkilega nýt þess að kvelja sjálfa mig. Mér var nær, ég átti ekki að vera að borða. Hefði betur slept því.
Þegar ég er búin að húka yfir klósettskálini heillanga stund og er orðin fullviss um að allt sé komið uppúr mér, stend ég á fætur og þurrka mér um munninn. Ég lít í spegilinn á baðherberginu eftir að hafa sturtað þeim litlu matarleifum sem ég hafði látið ofaní mig í, niður. Ég hata sjálfa mig, hugsa ég um leið og ég horfi á spegilmynd mína í speglinum. Ég hata það hvernig ég er. Ég hata það að geta ekki borðað án þess að þurfa að fá samviskubit og líða illa yfir því. Ég hata það að hlaupa alltaf inná klósett um leið og ég hef látið eitthvað ofaní mig. Hversvegna get ég ekki borðað án þess að þurfa að hafa samviskubit yfir því? Það er allt í lagi að borða. Maður verður að borða, reyni ég að telja sjálfri mér trú um. Ég er orðin svo þreytt á því að lifa í veröld þar sem matur er eitt það hrikalegasta sem til er, að það hreinlega megi ekki borða. En þrýstingurinn er bara svo mikill. Það eiga allir að vera fullkomnir, enginn á að þurfa að borða. En það er allt í lagi að borða, segi ég við sjálfa mig. Eða þar til að ég hleyp inná klósett í næsta skipti.