Ég er búin að vera að leika mér að skrifa upp samtöl og hérna kemur eitt…. endilega segið mér hvað ykkur finnst.

-Finnurðu lyktina?
-Já, hvaða lykt er þetta?
-Þetta er lykt af aldargamalli reiði.
-Ofboðslega sterkur fnykur. Veistu hvaðan hún kemur?
-Já. Líttu inn í hjarta mitt og sál mína og þá sérðu reykinn.
-Kemur þessi rjúkandi reiði frá þér?
-Já.
-Afhverju ertu svona reið?
-Ég er reið út í lífið.
-Enn veistu ekki að lífið er vinur þinn.
-Lífið er ekki vinur minn. Lífið er drápsvél satans.
-Ekki segja svona! Sérðu ekki sólina, grasið og blómin? Þau brosa því guð gaf þeim líf. Brost þú líka, guð gaf þér líf.
-Guð er ekki til.
-Enn þú ert til. Hættu að refsa sjálfri þér. Vertu ástfangin af sjálfri þér og þá verðuru ástfangin af lífinu.
-Ég verð ekki ástfangin af rúmlega tvítugri, biturri og ljótri konu.
-Má ég faðma þig?
-Nei. Villtu vinsamlegast fara.
-Ég get ekki farið við erum sama persónan og við höfum aðeins þennan eina líkama.
-Villtu vinsamlegast þegja.
-Allt í lagi ef það er það sem þú villt.
-Já það er það sem ég vill.
*ÞÖGN*
-Takk.
-Fyrir hvað?
-Þögnina.
-Ekkert að þakka.

höf/Dagga.