13. febrúar 2000.

Ég opna augun, rís upp, fer framm á klósett og æli. Í dag er sunnudagur, þynnkudagur hinnar íslensku æsku. Í dag hef ég viðbjóð á sjálfri mér og langar ekki til að lifa. Mánudagur tekur við af sunnudegi, mánudagur stendur fyrir nýja vinnuviku, ekkert alkahól, nýja reikninga og hverdagsleikan í öllu sínu veldi. Í dag hef ég ekki orku til að lifa svo að ég skríð skjálfandi upp í rúm og breiði upp yfir haus. Ég ætla að dreyma. Ég ætla að vera prinsessa í stórri höll. Ég verð með ljóst sítt glóandi hár, blá tindrandi augu og lögulegan líkama. Riddari á hvítum hesti elskar mig og við vöðum í peningum. Það er sól í draumalandi. Ég sofna út frá þessum draumi og fæ martröð.

14. febrúar 2000

Á mánudögum er erfitt að vera til. Að vakna eftir helgi sem hefur flotið burt á báti fullum af brennivíni og brengluðum hlutum getur verið afskaplega niðurdrepandi. Þegar alkahólið fyllir hvern krók og kima í líkama mínum á ég heiminn. Ég er fallegasta stúlkan í heiminum, hæfileikaríkasta manneskjan á jörðinni og skemmtilegasta kona í heimi, og bakkus er mín hækja. Á mánudögum verð ég að styja mig ein. Á mánudögum heiti ég Pálína, kölluð Lína. Á mánudögum er ég feit og á við þunglyndisvandamál að stríða. Á mánudögum borða ég og reykji og fer helst ekki í vinnu. Ég bý í lítilli kitru í Reykjavík og er 22 ára. Það er auðvellt að vera bitur á mánudögum og vellta fyrir sér af hverju guð sé svona grimmur. Afhverju hann hafi látið mig verða eins og ég er. Það er auðvelt að æla af ógeði á sjálfum sér og það er auðvelt að langa til að deyja. Í dag sit ég heima og læt mér líða illa yfir því að ég fór ekki í vinnuna. Stelpurnar í sjoppunni sitja eflaust núna og tala um mig oa alla mína galla. Ég sit uppi í sófa á nærbuxum og bol með ógreitt hárið og óburstaðar tennur og stari út í loftið. Ég er búinn að kasta upp nokkru sinnum af ógeði á sjálfri mér og andlegri vanlíðan. Það er ekki auðvelt að hata sjálfan sig.

15. febrúar 2000

Á þriðjudegi vakna ég og stari út í loftið. Dofinn og finn ekki neitt. Ógeðið sem ég hafði aá sjálfri mér daginn á undan er horfið í móðu tilfinningalegsdoða. Í staðinn sit ég dofinn, finn ekki neitt. Ég er ekki glöð og ekki döpur. Ég er án þess að vera. Dagur verður að kvöldi og kvödlið verður að nótt. Nóttinn bíður með hvassa hramma sína eftir að grípa mig og kvelja. Ég veit að ég get ekkert gert til að sleppa svo að ég sit og stari dofinn og bíð. Nóttinn kemur og ég dofinn. Undir dofanum ólgar hafsjór af sársauka og kvöl. Ég finn hann ekki ég finn ekki neitt. Ég þrái að finna og vera. Í örvæntingu minni sker ég í hörund mitt djúp sár hér og þar, hér og þar, hér og þar. Ég sker til að finna og ég sker til að vera. Með opin blæðandi sár um líkaman sofna ég á hvítu laki.

16. febrúar 2000

Miðvikudagurinn er góður. Miðvikudagur gefur falskar vonir. Á miðvikudegi eru aðeins tveir dagar í helgi. Handan við hornið bíður mín áfengi til að fela og gefa falskar tilfinningar. Á miðvikudegi rís ég upp og held af stað út í lífið því að í vasanum hef ég vissu um vodkaflösku og falskan hlátur tveim dögum seinna. Á miðvikudögum brosi ég og hlæ. Ég spjalla við vini, ræði komandi helgi og nýliðna helgi. Hver var fullur, hver var ekki fullur, hver dó, hver dó ekki, hver gerði sig að fífli og hver gerði sig ekki að fífli, hver hélt framm hjá, hver hélt ekki framm hjá, hver ældi yfir sig, hver ældi ekki yfir sig, hver reyndi að skera sig á púls, hver reyndi ekki að skera sig á púls, hver fékk að ríða, hver fékk ekki að ríða. Og við hlökkum til að taka tappan úr flöskunni einu sinni enn og halda inn í helgina full og falinn fyrir raunveruleikanum. Á miðvikudagskvöldum er gott að kíkja rúnt, hitta fólk og vera til. Fljótandi á falskri gleði.

17. febrúar 2000

Á fimmtudegi smýgur óþolinmæðin inn í sál mína og kítlar allar taugar. Á fimmtudegi er djammið á morgunn. Ég get ekki beðið, ég eyði deginum í að hugsa um hvaða tegund af víni ég ætli að kaupa í ríkinu í þetta skiptið. Það eru til margar tegundir af eitri í heiminum. Ég vellti hverri flösku og hverri tegund vandlega fyrir mér í huganum þó svo að ég drekki sama vökvan helgi eftir helgi eftir helgi. Ég er ekki mikið fyrir að breyta út af vananum. Ég drekk vodka í tópí. Á fimmtudagskvöldi er rúntað, spjallað um komandi helgi, rifjuð upp gömul fyllerí og spiluð tónlist til að fá mann í djammstuðið. Á fimmtudögum er líka fölsk gleði.

18. febrúar 2000

Föstudagur! Ef svo skemmtilega vilji til að ég sé í vinnunni þá er dagurinn óhugnalega lengi að líða. Mínúturnar silast áfram ein og ein. Ég sé vodkaflöskuna mína í hillingum. Vímu til að fela sig á bak við, vímu til að létta mér lífið. Enn allar biðir taka enda og líka mín. Það er unaðslegt andartak að skrúfa tappann af óopnaðir flöskunni og blanda mér í fyrsta glasið. Fyrsti sopinn er unaður, áfengið rennur ljúflega niður og fyllir hvern krók og kima líkama míns. Glösin verða tvö, þrjú, fjögur, fimm, sex, sjö…svo missi ég töluna og þar eftir missi ég minnið.

19. febrúar 2000

Laugardagsmorgnar eru víti. Þegar ég opna augun verður sál mín að horfast í augu við raunveruleikan í einhverja stund. Það er happadrætti hvar ég vakna. Stundum vakna ég uppi í rúmi í ókunnugu húsi við hliðina á ókunnugum líkama, stundum úti í guðs grænni náttúrunni, stundum á stofugólfi í skítugum kjallara og ef ég er virkilega heppinn þá vakna ég í rúminu heima hjá mér. Enn laugardagsmorgnar eru ekki alslæmir. Það eru ekki nema þessi fyrstu andartök þar sem maður er nývaknaður og ekki risin upp þar sem ógeðið á sjálfum sér og lífinu í heild sinni þýtur í gegnum hausinn á manni. Enn þegar maður hefur það af að standa upp og hitta leikendur liðinnar nætur virðist allt miklu betra. Þá er hlegið að ruglinu og vímunni. Dagurinn fer í að hressa sig við fyrir komandi kvöld. Þegar liðið er á daginn er tölt inn á salerni og ný gríma sett upp með aðstoð farða. Þegar dagur er að kveldi kominn endurekur sagan sig frá kvöldinu áður. Víman er sú sama, glösin óteljandi, minnið gloppótt, ælulyktin eins…. það eina sem ekki er eins er dagsetningin.

Höf/Dagga