Í eldhúsinu var líka allt á fullu enda átti líka að elda mat ofan í allt ríkið. Yfirkokkurinn Davina Angles var orðin mjög stressuð yfir því að ná kannski ekki að elda matinn. Hún var orðin svo þreytt að hún ákvað að ganga út og kveikja sér í sígarettu. Hún opnaði hurðina út í garðinn og gekk upp steintröppurnar sem lágu upp í garðinn beint frá útidyrum eldhússins. Hún heyrði tvær raddir berast frá glugganum sem sneri út í garðinn, henni heyrðist þetta vera Herra Fýr og Malik. Hún tók upp sígarettu pakkann, bara ein eftir, hún tók sígarettuna úr pakkanum og krummpaði hann svo saman og fleygði honum í grasið. Hún setti sígarettuna í munnvikið og leitaði svo í öllum vösum sem eru á búningnum hennar að kveikjara. Það kom hönd yfir öxl hennar og kveikti í sígarettunni fyrir hana og hvíslaði að henni að þessi ósiður myndi drepa hana á endanum, þá fannst Davinu eins og eitthvað væri að brotna á hausnum á henni og fann svo eitthvað þurrt hellast yfir hana og inná jakkann hennar svo varð allt svart.

Á sama tíma var Herra Fýr að elta Malik svo hann gæti sagt honum hvað hann hafði séð úti í garðinum, Malik gekk fyrst rólega en byrjaði allt í einu að hlaupa svo Herra Fýr hljóp á eftir honum, Malik hljóp fyrir horn og þegar Herra Fýr kom á sama stað hafði hann byrjað að ganga á ný en Herra Fýr náði honum ekki og það sæmdi ekki yfirþjóni að æpa á eftir ráðgjafa keisarans svo hann ákvað að fara í eldhúsið og gá hvernig matsældin gengi.
!shamoa maaphukka!