Dagbók Muthu Kannan.

20 maí 1988. Kjæra dagbók.

Hæ þetta er ég Muthu Kannan, ég sagði pabba í dag hvað ég vildi vera í framtíðinni, og gettu hvað það er. Það er kennari, ég veit, pabbi var líka undrandi, hann spurðu af hverju viltu ekki vera læknir eða kvikmyndaframleiðandi eins og ég.
En pabbi er kvikmyndaframleiðandindi, hann framleiddi t.d. myndina Damaad sem er rosalega vinsæld hér í Indlandi. En ég svaraði þá á móti, ef það væri ekki til kennarar væri nú ekki heltur til læknar né kvikmyndaframleiðanur eins og þú pabbi. Hann var nú alveg sammála mér, hann klappaði mér á kinnina og sagði þú mátt vera það sem þú vilt sonur sæll, en ef þú verður kennari þá er eins gott fyrir þig að læra, því það er ekki hægt að kenna eithvað sem maður kann ekki sjálfur.
Hei ég gleymdi að seiga þér að ég átti afmæli í gær. Ég var 17 ára. Ég, mamma og pabbi fórum á fínasta veitingar stað í bænum og þegar við vorum búnir og vorum að labba heim rak ég augun á frekar hrörlegan mann, hann var í gömlum fötum og rifnum skóm. Hann var að hreinsa götuna, pabbi greip fyrir augun á mér og sagði, ekki horfa á hann, hann er óhreinn og við æðri og ríkari viljum ekki neitt hafa með svona fólk eins og hann. Hei ég var að horfa á sjónvarpið áðan og sá það sem mig hefur altaf dreimt um að gera. Það voru menn að fara niður efri hluta Ganges fljótsinns á Kajakum. Ohh bara ef ég gæti gert þetta.
Jæja ég þarf að hætta. Já pabb ég er að koma. Pabbi er víst að kalla á mig. Vertu sæl ég skrifa þér bráðum.






10 febrúar 1992. Kjæra dagbók

Ég var að taka til í kössum og fann þig í einum kasanum. Ég var alveg búinn að stein gleyma þér. Ég hef reindar svollítið slæmar fréttir, pabbi kom til mín í fyrra dag og sagði mér að hann væri búinn að velja konu fyrir mig. Bara si svona. Ég hef aldrei séð hana. Ég verð bara að segja eins og er ég vorkenni frekar sjálfum mér og líka henni. Mér líður bara hræðilega. En ég veit nú hvað hún heitir. Hún heitir Lahadí. Fallegt nafn. Ég vona bara að hún sé jafn falleg í útliti.
mig langaði bara að segja eithverjum hvernig mér líður. Vertu sæl.

20 ágúst 2001. Kjæra dagbók.


Ég fann þig inn í bílskúr bara rétt í þessu. Ég er fluttur frá Indlandi, ég bara get ekki átt heima þar ennþá. Ég og unnusta mín Lhadí lifum nú saman á lítilli fallegri eyju sem heitir Ísland. Ég vinn sem kennari í Digranesskóla og er nú félagi í Kajakklúbnum. Og svo stundum um helgar á sumrin fer ég austur þar sem eru gúmbáta ferðir og ég vinn sem örigisbátur þega við förum niður hina flúðar miklu Jökulsá eystri.
Jæja ég helt að ég setji þig bara aftur í kassan og geiymi þig í svolitla stund. Þetta er nú seinasta blaðsíðan í bókinn. Vertu sæl.