Forvitni lá í loftinu, menn, konur og börn hvísluðu í eyra hvors annars tröllasögur um ástæðu þess að þau væru öll komin saman í ræðusal keisarans. Ein hljóðaði svo að keisarinn væri að deyja, önnur að móðir keisarans væri snúinn aftur frá dauðanum og sú þriðja og lang líklegasta að mati Herra Fýs yfirþjóns keisaradæmisins að þau væru að fara í stríð. Herra Fýr hafði lifað í gegnum mörg ár í keisaradæminu, unnið sig frá því að bera fram drykki upp í stöðu yfirþjóns. Seinast þegar keisarinn hafði safnað öllum saman í salinn hafði það verið vegna stríðs og miðað við tímann sem keisarinn hafði varið í inn í skriftar herbergi sínu með ráðgjöfum sínum þá aleit Herra Fýr að þau væru að fara í stríð. Herra Fýr stóð á uppáhalds staðum sínum í allri höllinni, fyrir utan stóra gluggann sem vísaði út yfir garð halarinnar. Núna dundi rigningin á glugganum og eldingum sló niður í fjarska. Herra Fýr sneri upp á grátt yfirvara skeggið. Herra Fýr var mjög virðulegur maður, var alltaf í smóking og batt sítt, grátt hárið aftur í tagl. Augu hans og hendur báru þess merkis að hann hefði verið fátækur einu sinni. Hann hafði þurft að vinna síðan hann var 12 ára þar sem faðir hans dó og móðir hans veiktist skyndilega. Herra Fýr var mjög athugull maður og einmitt þegar hann var að líta út um gluggann tók hann eftir skugga sem skaust milli runna í garðinum, hann pírði augun betur og var djúpt sokkinn í að reyna að finna skuggan aftur þegar það var pikkað laust í öxlina á honum. Herra Fý brá ekki oft en þarna brá honum og hann tók því ekki vel, hann sneri sér snöggt við og gerði sig tilbúinn við hella sér yfir viðkomandi. Hann gerði það samt ekki þar sem þetta var Malik yfir ráðgjafi keisarans. Malik, sem var dökkur á hörund og klæddur í hátignlega búning keisaradæmisins. Hann samanstóð af grænum slopp úr silki og einskonar nátthúfa í stíl. Malik lét herra Fý vita að keisarinn væri tilbúinn að halda ræðuna núna og og fór jafn snögglega og hann hafði komið, svo að Herra Fýr gat ekki sagt honum frá skugganum í kjarrinu, hann þurfti að fara en átti erfitt með að rífa sig frá glugganum en tókst það samt sem áður.
!shamoa maaphukka!